Mánudagur 27. maí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Danir uppgötvuðu hræðilega bakteríu í sýklalyfinu Dicillin – Lyfið er ekki í sölu á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku og Færeyjum hafa afturkallað sýklalyfið Dicillin eftir að baktería fannst í því. Þúsundir geta verið smitaðir.

DV sagði fyrst frá málinu en þar er haft eftir TV2 að lyfið er eitt mest notaða sýklalyf Danmerkur en þar í landi óttast menn hið versta en þúsundir manna gætu verið smitaðir af bakteríunni. Um er að ræða fjölónæmri bakteríu sem þýðir að erfitt gæti reynst að vinna á henni.

Alls hafa níu smitast en um 35.000 Danir hafa fengið lyfinu ávísað frá september og fram í desember í fyrra samkvæmt gögnum heilbrigðisyfirvalda í Danmörku. Í frétt TV2 er talið að bakterían hafi borist í menn í gegnum hylkið sem er utan um lyfið. Hylkið er úr gelatíni búfénaðar en þetta hefur þó ekki fengist staðfest enn. Fólk sem smitast af þessari bakteríu mun alla ævi þurfa að fara í einangrun í hvert skipti sem það þarf að leggjast inn á sjúkrahús.

Mannlíf heyrði í lyfjafræðingi hjá Lyfju á Smáratorgi og spurði hvort lyfið væri í sölu á Íslandi. „Nei, þetta lyf er ekki skráð á Íslandi.“ Aðspurður um lyf sem ber latneska heiti lyfsins og er í sölu hjá Lyfju, segir lyfjafræðingurinn að um sama lyf sé að ræða en annan framleiðanda. „Þetta inniheldur sama virka efnið já, en þetta er annar framleiðandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -