Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Dóttir Sigurlaugar var myrt og hún segir lögregluna hafa brugðist: „Það var ótrú­lega sárt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ segir Grím­ur Gríms­son, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna ásakana Sigurlaugar Hreinsdóttur, móður Birnu Brjánsdóttur sem fannst myrt í janúar 2017, um slæleg vinnubrögð lögreglunnar við rannsókn málsins.

Grímur stýrði rannsókninni á sínum tíma og var honum hampað sem hetju og valinn maður ársins vegna framgöngu sinnar við rannsóknina. Sigurlaug segir hann og lögregluna alla hins vegar hafa brugðist. „Ég get ekki lifað við þessa lygi. Sagan sem er sögð er hetju­saga, en fyrir mér er það lygi,“ segir hún í nýjasta tölublaði Stundarinnar:

Fyrir mér er þetta saga af því hvernig lög­reglan brást, al­menningur reis upp gegn mis­tökum hennar og hvernig mér var fórnað á þeirri veg­ferð, sem snerist ekki síst um að rétta í­mynd lög­reglunnar af. Það var ótrú­lega sárt.“

Þegar Birna skilaði sér ekki heim að­fara­nótt laugar­dagsins 14. janúar 2017 vissi Sigur­laug að dóttir sín væri í hættu stödd. Hún leitaði til lögreglunnar sem sýndi lítinn áhuga.  „Við gerum ekkert í þessu fyrr en á mánu­daginn þegar fólk kemur til vinnu, var svarið sem ég fékk. Á hálf­tíma til klukku­tíma fresti var ég að hringja og biðja lög­regluna um að bregðast við: Eruð þið ekki að fara að gera eitt­hvað?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -