Mánudagur 20. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Dularfullt óp bjargaði lífi Glúms í gær: „Hrollurinn læðist enn um mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Glúmur Baldvinsson komst nærri dauðanum í gær. Frá því segir hann á Facebook.

„Í dag munaði broti úr sekúndu að ég væri steindauður og ekki til frásagnar um atvikið.“ Þannig hefst færsla Glúms Baldvinssonar alþjóðastjórnmálafræðings, sem birtist á Facebook í gær. Segist hann hafa verið að á suðurströndinni undi Eyjafjallajökli og ætlaði sér að aka inn á þjóðveginn frá bílaplani Gamla fjóssins, veitingastaðar á svæðinu.

„Var á suðurströndinni við veitingastaðinn Gamla fjósið undir Eyjafjallajökli. Ætlaði að aka af planinu inná þjóðveginn og leit til beggja átta. Sá bíl koma úr vestri og sá gaf stefnuljós inná planið svo ég taldi all clear og steig á bensingjöfina. Og í þann mund heyrði ég órætt óp og ég snarhemlaði og kom í veg fyrir að vera vera dúndraður niður af bíl sem kom úr austri á ógnarhraða. Hann var mér ósýnilegur sekúndubroti áður. Ég skil ekki enn hvernig ég nam þetta óræða óp úr fjarskanum og hvaðan það kom.“

Að lokum segir Glúmur að hrollurinn læðist enn um hann.

„Ég er fyrst núna að átta mig á hversu mjóu munaði á milli lífs og dauða. Hrollurinn læðist enn um mig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -