Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Edda segir afsökunarbeiðni ÍBV væskilslega og vill aðra frá þeim sem gerðu skessuna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta snýst ekki um að IBV biðji bara mig afsökunar og að ég fyrirgefi ein. Fullt af fólki sem þetta olli vanlíðan hjá, bæði fólk sem er ekki hvítt út af útliti tröllsins og svo fólk sem er í baráttunni og óttast svona árás. Þetta mál snýst ekki um persónur. Það snýst um að IBV tók þátt i hatursorðræðu og rasisma gagnvart fleira fólki en bara mér.“

Þetta segir Edda Falak á Facebook en þar greinir hún jafnframt frá því að hún hafi í dag haft samband við Harald Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, vegna skessumálsins svokallað. ÍBV stóð að Þrettándagleði í Vestmannaeyjum þar sem skessa var merkt Eddu. Edda hefur einnig gagnrýnt rasískar skírskotanir skessanna í Eyjum.

„Það er ákveðið lykilatriði að IBV biðji þetta fólk opinberlega afsökunar, að þið sýnið að þið viljið virkilega læra af þessu, sækið fræðslu og miðlið henni til samfélagsins ykkar. Það er fullt af fólki frá Vestmannaeyjum að reyna að verja þennan gjörning og það þarf því að reyna að höfða til þeirra líka. Fordæma þá hegðun að það sé verið að verja þetta, þetta sé óafsakanlegt,“ segir Edda.

Hún deilir skjáskoti af afsökunarbeiðni ÍBV, en hún segir hana einfaldlega ekki nógu góða. „Ég hafði samband við Harald Pálsson í dag. Ég vona að IBV hafi viljann til þess að gera betur því þessi yfirlýsing er alveg óskaplega væskilsleg. Ég óska einnig eftir afsökunarbeiðni frá þeim sem komu að tröllinu, skrifuðu nafnið mitt á skessuna og uppnefndu mig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -