Mánudagur 20. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Eðvarð segir börn svikin um menntun á Íslandi: „Okkar stærsta þjóðfélagsmein“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grunnskólakennarinn Eðvarð Hilmarsson hefur áhyggjur af menntun íslenskra barna en hann greinir frá því í pistli sem hann birti á samfélagsmiðlinum Facebook. Eðvarð tilkynnir í pistlinum að hann hafi tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram til formanns Kennarafélags Reykjavíkur en hann hefur tekið virkan þátt í starfi Félagi grunnskólakennara ásamt því að sitja í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.

„Þið sem þekkið mig vel vitið að ég hef verið duglegur undanfarin ár að styðja við bakið á kennurum. Ég skrifað í fjölmiðla á Covid tímum með umboð frá kennurum þar sem mér ofbauð framkoma og úrræðaleysi gagnvart okkur,“ skrifaði Eðvarð í pistlinum.

Eftir það þagði ég og eins og þið vitið þá er ég ekki týpan til þess að lifa fyrir athygli.  Hér á einkasíðu minni er ekki að finna mikið um þau verðlaun, erindi á ráðstefnum eða verkefni sem ég hef unnið að.

Hægt og rólega áttaði ég mig á því að ég gæti ekk setið kyrr og fór í framboð til að vinna í málum eins og skertum lífeyri kennara og því hörmulega ástandi sem er á vinnu umhverfi okkar. Ég fór í þetta án þess að mikið færi fyrir mér en þökk sé góðum stuðningi þá sit ég nú sem kjörinn fulltrúi í samninganefnd Félags grunnskólakennara og er einnig ritari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. (Þess má geta að ég er fyrsti skrifblindi ritari í sögu félagsins),“ og segist Eðvarð hafa talað fyrir hönd kennara sem ekki geta tjáð sig.

Þjóðarskömm Íslands

Eðvarð segir í pistlinum að kerfi að kerfið sé löngu sprungið og sem dæmi nefnir hann að hverfisskólinn hans sé að útskrifa árganga þar sem fáir geta lesið og skilið fyrirsagnir í dagblöðum.

Þetta er bæði þjóðarskömm og þetta mun verða okkar stærsta þjóðfélagsmein þegar til lengri tíma er litið. Það að svíkja börn um menntun er einnig að svíkja fullorðið fólk um framtíð.“

- Auglýsing -

Eðvarð heldur áfram og segir að þó að skólar séu vissulega á mismunandi stað í hinum ýmsu málaflokkum þá kreppi að þeim öllum og að gott fólk hætti reglulega.

Kennarar þurfa sterka rödd

„Það er ekki minn stíll að biðla til í fólks þegar ég þarf á einhverju að halda, en nú er verkefnið það stórt að ég þarf umboð til að hafa næg áhrif.

- Auglýsing -

Ég veit hvað þarf að segja og ég veit hvað þarf að gera, en get það ekki einn og ekki án umboðs. Ég sit nú þegar við kjarasamningaborð okkar og ef ég yrði kjörinn formaður stærsta félags grunnskólakennara þá væri rödd okkar öflugri í heild.“

Hann endar svo pistilinn á að segja að kennarar í Reykjavík eigi rétt á öflugri rödd og hvetur fólk til að kjósa sig til formanns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -