Mánudagur 16. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Eigandi húss í Grindavík ósáttur við brunabótamatið:„Ekki sanngjarnt að við séum að gefa þetta með“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Fanndal Bjarnþórsson er afar ósáttur við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna brunabótamats á húsi hans í Grindavík.

Grindvíkingurinn Jón Fanndal Bjarnþórsson skrifaði færslu í Facebook-hópnum Íbúar í Grindavík, þar sem hann birtir svar sem hann fékk vegna brunabótamats Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á hús hans í Grindavíkurbæ. Jón fékk það svar að steypt girðing sem í kringum húsið hans fæst ekki metið í brunabótamatinu og það sama eigi um bílaplanið og stéttina fyrir utan húsið. Við það er hann afar ósáttur. Mannlíf ræddi við Jón en fyrst skulum við líta á færsluna í heild sinni:

„Semsagt að ég verð þá áfram eigandi af steyptum girðingum og bílaplönum

og stéttum hússins. Þá legg ég bílum þar og nýir eigendur komast ekki inn í húsið því ég á stéttarnar og snjóbræðslukerfi verður fjarlægt og fl.
Þetta er svo galið að ég held að þeir sem reglurnar hafi samið fyrir þessa stofnun
séu varla með grunnskólapróf miðað við heimskulegar reglur hjá þeim.
Þeir eru að reyna að taka af okkur húsin já eða ekki reyna þeir eru að taka af okkur húsin fyrir niðursett verð og svo þegar við erum búin að byggja okkur upp annarstaðar þá er allt komið í fastarskorður og fá okkar fara til baka
þá selja þeir húsin okkar á markaðsverði og græða á þeim. Félagið um eignirnar verður sjóðasukkfélag með lífeyrisplebbum og helstu skítablésum þjóðarinnar. Ég skora á bæjarstjórnina að vakna og koma ykkur í gang fyrir Grindavík og hætta þessu lattelepjandi lífsstíl sem er að færast yfir ykkur níður í miðri borg og fariði að gera eithvað af viti og standa í lappirnar og berjast fyrir Grindavík ekki bara sitja undir tillögum frá þeim sem eru ekki búsettir í Grindavik.
Svo væri ágætt eftir 3 mánuði að eithvað

væri gert fyrir fyrirtækin, okkur er bara sagt að yfirgefa bæin og reddið ykkur baraÉg held að ef rvk fyrirtæki væri sagt að yfirgefa skuldlausar eignir að það væri eithvað búið að gera fyrir þau fyrirtæki og sorglega við það er að sú staðreynd gæti litið dagssins ljós í nánustu framtíð það er kannski eithvað til að íhuga.“

Svarið sem Jón fékk.

Þegar Mannlíf heyrði í Jóni vildi hann taka það skýrt fram að hann sé ekki að agnúast út í neinn persónulega og að bæði bæjarstjórn Grindavíkur og starfsmenn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunarinnar séu að gera sitt besta í erfiðum aðstæðum. „En ég meina nú samt það sem ég segi og segi það sem ég meina,“ segir Jón og heldur áfram. „Aðalmálið er að, í sambandi við brunabótamatið, þarna er ekki verið að greiða okkur fyrir það sem er fyrir utan húsið hjá okkur. Það er svona aðalmálið í því sem ég skrifaði. Og nú eigum við að fara að afhenda einhverju fasteignafélagi húsið okkar og þá fylgir þetta bara með gratís. Ríkisstjórnin þyrfti kannski að gera lagabreytingu á því hvernig brunabótamatinu er háttað því þeir virðast bara vera í vandræðum með þetta, þeir sem eru að uppfæra brunabótamatið fyrir fólk.“

- Auglýsing -

Þá segir Jón að margir séu farnir að skjóta rótum í öðrum bæjarfélögum, börnin og unglingarnir sum hver farin að stunda sínar íþróttir með öðrum félögum og fólk búið að gefa leyfi fyrir því að húsin verði seld en svo gæti komið upp sú staða að ástandið í bænum lagast og að þá selji fasteignafélögin eignirnar með öllu tilheyrandi. „Með þessum bílaplönum, veggjum, pöllum og pottum sem við höfum reist í kringum húsin,“ sagði Jón og hélt áfram: „Það er bara ekki sanngjarnt að við séum að gefa þetta með.“ Jón útskýrir svo fyrir Mannlífi að til þess að fá grindverk og fleira sem er í kringum húsið metið í brunabótamatinu, þurfi það að tengjast við húsið. „Þegar ég segi [í færslunni] að starfsfólk sé ekki með grunnskólapróf, þá er ég ekki að vísa í fólkið sem vinnur þarna núna, þar er ekkert nema kurteisin og almennilegheitin. Ég er að segja að þeir sem sömdu þessar reglur fyrir brunabótamatið, að það mætti halda að þeir séu ekki með grunnskólapróf, því það verk er ekki vel unnið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -