Þriðjudagur 25. júní, 2024
7.1 C
Reykjavik

Eivör Pálsdóttir hlaut í gærkvöldi tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eivör Pálsdóttir hlaut í gærkveldi tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs þegar norræna verðlaunahátíðin fór fram í Kaupmannahöfn.

Þeir sem tilnefndir voru fyrir Íslands hönd voru Þorgerður Ingólfsdóttir og Víkingur Ólafsson fyrir tónlist. Andri Snær Magnason fyrir Um tímann og vatnið  og Guðrún Eva Mínervudóttir fyrir Aðferðir til að lifa, af voru tilnefnd í flokki bókmennta.

Í flokki barna- og unglingabókmennta voru tilnefndir Íslendingarnir Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir, fyrir Blokkina á Heimsenda, og Lóa H. Hjálmtýsdóttir fyrir Grísafjörð: Ævintýri um vináttu og fjör.

Í flokki kvikmynda var tilnefnd Íslenska myndin Alma. Leikstjóri og framleiðandi var Kristín Jóhannesdóttir og framleiðendur voru Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Friðrik Þór Þórsson og Egil Ødegård.

Í flokki umhverfisverðlauna var tilnefnt nýsköpunarfyrirækið Thor Ice Chilling Solutions

- Auglýsing -

Ein verðlaun fóru til Grænlands í fyrsta skiptið.

Þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingur vinnur þessi verðlaun en bókin fjallar um erfitt líf barna á Grænlandi. Niviaq Korneliussen tileinkaði verðlaunin þeim sem hún skrifaði bókina til barna sem sjá enga framtíð í lífinu

Hjónin Tina Dikow og Helgi Jónsson tóku tvö lög á hátíðinni í kvöld auk þess sem fleiri norrænir tónlistarmenn stigu á svið. Verðlaun voru veitt í fimm flokkum. Barnabókaverðlaunin fór til Elinar Persson frá Svíþjóð og danska kvikmyndin Flugt fékk kvikmyndaverðlaunin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -