- Auglýsing -
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk sem lagði frá bílskúr í Hafnarfirði. Lögregla og slökkvilið voru snögg á vettvang en atvikið átti sér stað skömmu fyrir miðnætti.
Eldur logaði í skúrnum og tók það slökkvilið um það bil tíu mínútur að slökkva eldinn og tryggja vettvanginn. Rafmagnsbíll var í bílskúrnum sem var fjarlægður en líklegt þykir að kviknað hafi í út frá hleðslutæki bílsins sem tengdur var í rafmagnstengil í skúrnum.