Þriðjudagur 14. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Elínborg vill verða biskup: „Oft vill næða um starf Þjóðkirkj­unn­ar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn bætist við presta sem vilja verða biskup.

El­ín­borg Sturlu­dótt­ir, prest­ur við Dóm­kirkj­una í Reykja­vík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til biskups Íslands. „Hef því síðustu daga verið í sam­bandi við starf­systkini mín og látið vita af mér í til­nefn­ing­ar­ferl­inu. Oft vill næða um starf Þjóðkirkj­unn­ar sem nú starfar eft­ir lög­um sem tóku gildi fyr­ir fáum árum. Þar er verk­efn­um að mæta og einnig þarf kirkj­an að koma vel til móts við sí­fellt fjöl­breytt­ara sam­fé­lag á landsvísu,“ sagði Elínborg í viðtal við mbl.is um málið.

Bætist Elínborg þá við langa lista presta sem vilja verða biskup en Helga Soffía Kon­ráðsdótt­ir, Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, Ninna Sif Svavars­dótt­ir, Guðmund­ur Karl Brynj­ars­son, Kristján Björns­son og Bjarni Karlsson hafa öll gefið kost á sér.

Nokkrir prestar eru sagðir vera hugsa málið og ákveði sig á næstu dögum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -