Enn bætist við presta sem vilja verða biskup.
Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til biskups Íslands. „Hef því síðustu daga verið í sambandi við starfsystkini mín og látið vita af mér í tilnefningarferlinu. Oft vill næða um starf Þjóðkirkjunnar sem nú starfar eftir lögum sem tóku gildi fyrir fáum árum. Þar er verkefnum að mæta og einnig þarf kirkjan að koma vel til móts við sífellt fjölbreyttara samfélag á landsvísu,“ sagði Elínborg í viðtal við mbl.is um málið.
Bætist Elínborg þá við langa lista presta sem vilja verða biskup en Helga Soffía Konráðsdóttir, Guðrún Karls Helgudóttir, Ninna Sif Svavarsdóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Kristján Björnsson og Bjarni Karlsson hafa öll gefið kost á sér.
Nokkrir prestar eru sagðir vera hugsa málið og ákveði sig á næstu dögum.