Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Elísabet fékk „nýra“ frá ömmustráknum sínum: „Ég sit hamingjusöm með þessu óvæntu gjöf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ömmustrákur Elísabetar Jökulsdóttur bauð henni annað nýra sitt. Hann reyndist of ungur en gaf henni aðra útgáfu af nýra.

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Elísabet Jökulsdóttir skrifaði fallega færslu á Facebook nýlega þar sem hún segir frá ömmustráknum hennar, Gabríel. Hann sagði við hana eitt sinn að hann vildi gefa henni nýra, enda ætti hann tvö en hún hefur í nokkur ár þjáðst af nýrnabilun. Reyndist hann of ungur en gaf henni seinna fallegt málverk í staðinn.

Hér má lesa fallegu færsluna hennar Elísabetar, sem á dögunum fékk nýtt nýra og gengur allt í haginn:

„Mér var gefið nýtt nýra!!

Það var eitt óveðurskvöld um vor að við sátum ég og Gabríel á veitingastað þegar Gabríel segir allt í einu „Amma ég vil gefa þér nýra“
„Nýra? ætlar þú að gefa mér nýra?“ sagði ég forviða. „Já ég á tvö nýra og þig vantar nýra svo ætla ég að gefa þér annað mitt“
Ég fylltist þvílikt djúpu þakklætti, Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja, ömmustrákurinn var að slá mig út af laginu.
Ég athuga svo málið og það kom í ljós að Gabríel var of ungur til að gefa mér nýra en þessi stund lifir sem ein af stóru stundunum
Og nú kom önnur stór stund þegar að Gabríel kom með málverk af nýra og sagði „Amma ég ætlaði alltaf að gefa þér nýra“ og ég sit hamingjusöm með þessu óvæntu gjöf.“

Elísabet með fallegu gjöfina frá ömmustráknum
Ljósmynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -