Mánudagur 22. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Endurfjármögnun fasteignalána: „Aðstæður flóknar fyrir neytendur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fréttir um aukna verðbólgu og hærri stýrivexti birtast nær daglega hér á landi og frá öðrum löndum. Heimilin eru óneitanlega farin að finna fyrir áhrifum þess í formi hærra matvöruverðs og breytingum vaxta á neyslu- og íbúðalánum.

Í frétt á dr.dk bendir Neytendaráðið í Danmörku að setja þurfi spurningamerki við endurfjármögnun á íbúðalánum. Fasteignaeignendur í Danmörku hafa líkt og hér á landi fundið fyrir hressilegum vaxtahækkunum. Til dæmis hafa lán með föstum vöxtum hækkað frá 1% upp í 5% á síðastliðnu ári.

Bankinn tekur alltaf sitt

Morten Bruun Pedersen, aðalhagfræðingur Neytendaráðsins í Danmörku bendir á að bankarnir hafa hag í því að lántakar breyti lánunum í formi lántökugjalds og uppgreiðslugjalds. Á meðan neytandinn taki á sig kostnaðinn í framangreindum gjöldum auk vaxtahækkunnar. Hann er einnig hræddur um að bankarnir sinni ekki nægilega vel upplýsingagjöf til viðskiptavina sinna.

Neytendasamtökin á Íslandi

Landslagið í lánamöguleikum þar ytra er frábrugðið þó margt svipi til og hér á landi. Mannlíf hafði samband við Neytendasamtökin á Íslandi og spurt var hvort viðlíka úttekt hafi verið gerð til að upplýsa neytendur um stöðuna hér á landi. „Nei, við höfum ekki haft tækifæri til þess, því miður,“ svarar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og bendir á að aðstæðurnar séu flóknar fyrir neytendurnar að taka ákvarðanir um.

- Auglýsing -

„Þrátt fyrir að það sé svipuð verðbólga þar og hér þá eru vextir bæði sögulega lægri þar og líka stöðuleiki mun meiri til lengri tíma.“ bendir Breki á um samanburð aðstæðna í Danmörku og Íslandi.

Þróun vaxta

Núna í júní eru vextir á óverðtryggðu íbúðaláni með föstum vöxtum, hjá Landsbankanum, 6.90%, miðað við 70% veðsetningu, og hafa þeir samkvæmt sögulegri vaxtatöflu Landsbankans og hækkað um 2,7% á u.þ.b. 12 mánaða tímabili. Hér má sjá töflu um þróun fastra útlánsvaxta hjá Landsbankanum.

- Auglýsing -

Í maí síðastliðnum voru vextir á óverðtryggðu íbúðaláni með breytilegum vöxtum, hjá Landsbankanum, 5.40% og höfðu hækkað um 1.9 prósent á 11 mánaða tímabili. Ef litið er yfir lengri tíma eru vextirnir í maí 2022 þeir sömu og júlí 2019. Hér má sjá töflu um þróun breytilegra útlánsvaxta hjá Landsbankanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -