Viðvörunarflautur ómaðu í Grindavík og við Svartsengi klukkan 10 í gærkveldi, þegar fram fór prófun á búnaðinum. Gamall kunnugur ómur sem margir af eldri kynslóð þjóðarinnar þekkja vel.
„Enginn hefði trúað því að menn færu aftur í að nota viðvörunarflauturnar, eins og við erum að gera núna,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í samtali við Mannlíf.
Hættu notkun á flautum árið 2000
Ekki hefur viðvörunarflautum verið þeytt síðan apríl 2000 eftir að þær voru síðan lagðar niður. Í stað viðvörunarflauta var þróað úthringikerfi í alla farsíma. Voru viðvörunarflauturnar meðal annars lagðar niður er þær töldust dýrar og óöruggar í rekstri.
Af hverju er verið að reiða sig aftur á viðvörunarflauturnar í stað SMS-skeyta?
„Af því sms-in sem eru notuð, er bara eitt af tækjunum til að vara fólk við. En það eru ekki þannig að það megi 100% stóla á þau,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna ríkislögreglustjóra.
Hún útskýrir að símafyrirtæki séu mismunandi og kerfin ekki nægilega þróuð til að hægt sé að reiða sig á að skilaboðin nái til allra. Eigi það við um allan heim.
„Svo er ekki heldur hægt að búast við því að fólk sem sefur sé með símann sinn á,“ segir Hjördís og útskýrir að þetta sé einn tækjakostur sem Almannavarnir nýti til að ná örugglega á alla.
„Það fer ekki á milli mála hvað er að gerast – og við tryggjum það eins vel og við getum að fólk viti.“
Búnaðurinn er staðsettur á íþróttahúsi Grindavíkur sem staðsett í miðjum bænum þess auki á tveimur öðrum stöðum í bænum. Við Svartsengi eru tvær flautur.
Fréttamenn á vegum Víkurfrétta tóku hljóð- og myndskeið þegar prófunin átti sér stað klukkan tíu í gærkveldi sem skoða má hér að neðan.