Sunnudagur 28. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Erum við að verða komin?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á mínum æskuárum fór ég ósjaldan í ferðalög vestur á firði með foreldrum mínum. Á lítilli eyri með langa sögu átti fjölskyldan hús sem bar nafnið Ömmuhús. Langamma mín, Jakobína, bjó þar áður en hún lést. Þaðan af var húsnæðið notað á sumrin og í öðrum fríum. Úti stóð hjallur, líklega var þar einhvern tímann þurrkaður fiskur. Þegar ég var barn var hann orðinn að geymslu fyrir garðbúnað, efri hæðina fékk ég til afnota. Mér leið alltaf vel á Flateyri. Þrátt fyrir hörmungarsögu þorpsins ríkti þar friður.

Þegar við fjölskyldan vorum á eyrinni fann ég að tengslin voru sterkari. Án öngþveitis höfuðborgarinnar og áreiti vinnustaðanna voru foreldrar mínir í eins konar núvitund. Sérstaklega pabbi, símtölum fækkaði úr tuttugu í tvö á dag og athyglin var nánast óskipt á mér. Mér þótti skemmtilegast þegar við feðginin fórum rúnt um þorpið, en það var dagleg rútína. Þá sagði hann mér sögur af æskuárunum á Flateyri og ég sá myndrænt fyrir mér lifandi menningu fiskiþorpsins. Eyrin náði sér aldrei að fullu eftir snjóflóðið sem skall á í október árið 1995, það tók með sér líf tuttugu íbúa á öllum aldri. Ég ímynda mér að þorpið hafi gránað eftir það áfall. Því fleiri sögur sem pabbi sagði mér, þeim mun skýrari varð myndin af liðinni tíð. Ég var ekki há í loftinu þegar ég beit það í mig að þegar ég næði aldri yrði ég að bjarga Flateyri. Hvernig ég færi að því var dulin ráðgáta…

Lesa meira.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -