Föstudagur 24. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Fárveikir Íslendingar á spítala og sóttvarnalæknir tjáir sig: „Það eru mjög al­var­legar sýkingar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guð­rún Aspelund sótt­varna­læknir segir að fjórir far­aldrar séu nú í gangi í sam­fé­laginu. Morgunblaðið ræddi við Guðrúnu sem greindi frá því að þrettán manns væru á spítala vegna kórónuveirunnar, þar af einn á gjörgæslu. Þá hafi tveir stofnar af inflúensu verið að plaga landsmenn en náði stofn A veirunnar toppi í lok síðasta árs. „B hefur núna verið að færa sig upp á skaftið. Það gerist stundum að það kemur annar toppur af B þannig að við höfum auga með því,“ sagði sóttvarnalæknir.

Auk inflúensunnar og kórónuveiru hefur fólk verið  að veikjast alvarlega af streptókokkum og RS-veirunni. Líkt og Mannlíf greindi frá í síðustu viku hefur verið töluvert um innlagnir barna á spítala vegna sýkingarinnar. Dæmi eru um að fullorðnir hafi einnig verið lagðir inn á spítala, til dæmis þegar streptókokkasýking fer í brjósthol, vöðva eða blóð. „Það eru mjög al­var­legar sýkingar,“ segir Guðrún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -