Mánudagur 20. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Fer fram á lögbann á sjóvíaeldi við Sandeyri – Sýslumaður krefst 100 milljóna tryggingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigandi jarðarinnar Sandeyri á Snæfjallaströnd fer fram á lögbann á sjókvíaeldi við Sandeyri.

Bæjarins besta segir frá því í dag að Gunnar Hauksson, eigandi jarðarinnar Sandeyri á Snæfjallaströnd hafi lagt fram beiðni um lögbann á sjókvíaeldi við Sandeyri. Hefur hann farið fram á það við sýslumanninn á Vestfjörðru að hann banni sjókvíeldið þar til úrskurðarnefndin um umhverfis- og auðlindamál hefur úrskurðar um þær kærur sem nefndinni hefur borist vegna útgáfu leyfis frá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun til Arctic Fish um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Nú þegar hafa leyfin öðlast gildi en nokkrir aðilar hafa kært þau til úrskurðanefndarinnar.

Arctic Fish fékk leyfi ofangreindra stofnana sem og byggingaleyfi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að undirbúa útsetningu eldisseiða í kvíar við Sandeyri en stefnt er að því að setja út eina til eina og hálfa milljón seiða nú í vor.

Gunnar segir leyfin ólögmæt og að kvíastæðið sé að hluta til innan netlaga Sandeyrar.

Katrín Oddsdóttir, lögmaður Gunnars, sagði í Facebook-færslu í gær að sýslumaður gerði kröfu um 100. milljón króna tryggingu fyrir lögbannskröfunni. Sýslumaðurinn, Jónas Guðmundsson taldi ekki rétt að tjá sig um málið meðan það væri enn til meðferðar, þegar hann var inntur eftir svörum um orð Katrínar.

Í frétt bb.is segir að búast megi við að það taki úrskurðarnefndina nokkra mánuði að komast að niðurstöðu í málinu og að það eigi að bíða með útsetningu seiða þangað til. Gæti því útsetning frestast til næsta árs.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -