Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Fiskikóngurinn sakaður um fáránlegt okur: „Getur ekki ætlast til að verslunareigandinn sé að tapa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, fær á baukinn í fjölmennu samfélagi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi, þar sem reglulega eru birtar sögur af meintu okri á Íslandi.

Ein af nýjustu frásögnunum í hópnum hefur að gera með hreinsivöru sem Kristján selur hjá dótturfyrirtæki sínu, Heitir pottar. Árni nokkur fór á stúfana og gerði verðkönnun og komst þá að því að Fiskikóngurinn býður upp á klórduft á 129 prósentum dýrara verði en samkeppnisaðili. Um málið segir Árni:

Þessa mynd birti Árni á Facebook.

„Sama efnið í sama magni hjá sitt hvorri vefversluninni í gær. Efri myndin er hjá Hreinsiefnum og sú neðri frá Heitum pottum. Álagning er frjáls en okkar að gera verðsamanburð.“

Varan sem um ræðir er Delphin klórduft sem er verðlagt á 6.900 krónur hjá Heitum pottum, verslun Kristjáns. Sama vara hjá versluninni Hreinsiefni kostar hins vegar 2.990 krónur og er um sama magn að ræða að því er virðist. Verðmunurinn er 129 prósent.

Þeir sem blanda sér í umræðuna í hópnum þakka flestir Árna fyrir ábendinguna. Sævar bendir á meira okur í verslunum fyrir heita potta: „Talandi um pottadrasl, þessi önd sem mælir hitastig kostar 4500 í pottaverslun í Reykjavik. Fyrir sömu upphæð að viðbættum tolli og vsk mætti kaupa amk. 48 samskonar endur á Ali,“ segir Sævar.

Og Einar svarar Sævari. „Sko, þú verður að taka tillit til launakostnaðar, flutningskostnaðar, kostnað við lager, græðgi eiganda og síðan náttúrulega skattinn sem ætti eftir bókhaldsbrellur ætti að vera um 5 krónur fyrir árið, getur ekki ætlast til að verslunareigandinn sé að tapa á þessu,“ segir Einar.

Sævar valdi frekar að kaupa sér hitamæli á AliExpress.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -