Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fjallabræður minnast fallins félaga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fallinn er frá fyrsti Fjallabróðirinn, en oft hefur verið rætt um það á liðnum árum, að óhjákvæmilega hlyti að styttast í þá stund, er einhver okkar tæki á sig ferðina í sumarlandið,“ segir í færslu frá meðlimum Fjallabræðra á samfélagsmiðlinum Facebook. Greint var frá andláti Dýra Guðmundssonar, meðlims Fjallabræðra, á dögunum.

„Dýri Guðmundsson (1951-2024) var einstakt ljúfmenni og lífskúnstner. Alltaf var hann glaðlegur, einlægur og notalegur og hafði sérstaklega góða nærveru. Dýri var Hafnfirðingur í húð og hár, honum fannst alltaf mjög vænt um sinn gamla heimabæ og sagði gjarnan sögur úr uppvextinum þaðan. Hann var löggiltur endurskoðandi og starfaði sem slíkur um langa hríð. Hann var einnig mikill íþróttamaður á yngri árum og spilaði m.a. fjölda landsleikja í fótbolta. Músíkin átti einnig hug hans allan og hann lék m.a. á gítar og bassa og þau hjónin Hildur og hann urðu umtöluð og þekkt fyrir árlega músíkveislu og gleðskap sem þau slógu upp í garðinum hjá sér við Lindarbrautina …“ segir í minningarorðum Fjallabræðra og að hann hafi veriðsamfé listhneigður mjög.

„Dýri var duglegur að spila og syngja fyrir eldri borgara á Seltjarnarnesi og spilaði einnig reglulega fyrir sundgesti í Seltjarnarneslaug síðustu árin sem hann bjó á Nesinu. Dýri var einnig listhneigður með öðrum hætti, hann málaði og hafði sérstaklega gaman af því að mála „sýndarmálun“ sem blekkir augað og húsið þeirra við Lindarbraut skartaði slíku skrauti.“

„Eftir að sjúkdómur Dýra fór að gera vart við sig, heimsótti hann nágranna sína og vini oft, stundum nokkrum sinnum sama daginn. Hann stoppaði stutt í hvert sinn, en alltaf var hann glaður, með jákvæð skilaboð eða fréttir og talaði þá gjarnan um Fjallabræður og hvað hann væri ánægður með þann félagsskap,“ rita Fjallabræður.

„Eftir að þau hjónin Hildur og hann fluttu á dvalarheimilið í Hafnarfirði fórum við bræðurnir og skemmtum heimilismönnum og starfsfólkinu þar. Það var ógleymanlegt kvöld, sannarlega súr-sæt minning, en það var mikið áfall að frétta að Hildur væri líka að glíma við Alzheimers sjúkdóminn. Dýri kom og stillti sér upp með hópnum með gítarinn og naut sín vel, en það var sárt að sjá hve honum hafði farið aftur frá því við hittumst síðast. Nú er hann laus undan allri áþján, kominn á hinar endalausu veiðilendur, þar sem engin takmörk eru fyrir hverskonar listsköpun, vellíðan og leikaraskap.“

„Við kveðjum þennan vin og bróðir okkar með hjartað fullt af þakklæti fyrir þann tíma og stundir sem við áttum saman,“ er skrifað að endingu.

- Auglýsing -

Hér að neðan má sjá færslu Fjallabræðra í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -