Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Fjölgun í faraldri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur gengið yfir landið hafa um það bil helmingi fleiri Íslendingar fæðst heldur en látist. Yfir 620 einstaklingar látið lífið hér á landi á fyrsta ársfjórðungi ársins og af þeim eru 10 einstaklingar sem hafa látist vegna COVID-19. Þetta gefa tölur Hagstofunnar til kynna og á sama tímabili fæddust 1.080 Íslendingar. Í samanburði við síðustu þrjú ár hafa færri Íslendingar látist í ár þrátt fyrir faraldurinn.

Á þeim tíma sem faraldurinn hefur gengið yfir landið fjölgaði Íslendingum um 1.870 manns þegar tekið er tillit til fjölda aðfluttra umfram brottflutta. Íslendingum fjölgaði þannig um 0,5 prósent í byrjun árs 2020. Athygli vekur að á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur gengið yfir heimsbyggðina hafa færri Íslendingar látist heldur en á síðustu árum. Þannig hafa að meðaltali ríflega 44 Íslendingar látist vikulega fyrsta ársfjórðunginn í ár á meðan þeir voru nærri 46 árin þrjú þar á undan. Flestir hinna látnu voru í aldursflokknum 85 ára og eldri.

Mannfjöldi, fæðingar, andlát og búferlaflutningar á 1. ársfjórðungi 2020

 AllsKarlarKonur
Mannfjöldinn í lok ársfjórðungsins366.130188.040178.090
Mannfjöldinn í upphafi ársfjórðungsins364.260186.960177.300
Breyting1.8701.080790
Fæddir1.080570510
Dánir620290320
Aðfluttir umfram brottflutta1.410800610
Aðfluttir3.1301.7801.350
Brottfluttir1.720980740

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -