Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Fjölgun innflytjenda í opinberum störfum: „Liður í að styrkja stöðu innflytjenda á vinnumarkaði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun innflytjenda á Alþingi. Í tillögunni er lagt til að ráðist verið í viðamikla stefnumótun í málaflokknum og að unnið verði að gerð grænbókar og í framhaldinu hvítbókar þar sem mörkuð er langtíma sýn í málefnum innflytjenda. Áhersla er á að sjónarmið fjölmenningar endurspeglist í allri stefnumótun, stjórnsýslu og þjónustu hins opinbera. Að virk þátttaka innflytjenda á öllum sviðum samfélagsins sé talin eðlileg, sjálfsögð og mikilvæg.

Þingsályktunartillagan byggir á fimm megin stoðum um samfélag, fjölskyldu, menntun, vinnumarkað og flóttafólk. Undir hverri stoð eru lagðar til aðgerðir til að ná fram markmiðum hverrar stoðar. Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda snertir á flestum málefnum samfélagsins. Jöfn tækifæri til þátttöku eru lykill að farsælu samfélagi og með áætluninni er mörkuð leið á þeirri vegferð.

„Við höfum ekki hikað við að takast á við krefjandi verkefni. Ísland hefur þegar mótað sér stefnu um að taka á móti flóttafólki í sérstaklega viðkvæmri stöðu í gegnum störf Flóttamannanefndar. Í framkvæmdaáætlun er því lögð áhersla á að efla fræðslu um réttindi til þess hóps sem og fagfólks sem kemur að móttöku þeirra,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í ræðu sinni.

„Jöfn tækifæri á vinnumarkaði eru mikilvægur liður í að styrkja stöðu innflytjenda á vinnumarkaði. Þar er mikilvægt að hið opinbera leiði með góðu fordæmi í ráðningum og því snýst ein af aðgerðunum um fjölgun innflytjenda í opinberum störfum. Að opinberar ráðningar endurspegli þá staðreynd að innflytjendur eru 15,5% landsmanna. Þá er jafnframt nauðsynlegt að endurskoða löggjöf um atvinnuréttindi útlendinga. Snýr sú endurskoðun meðal annars um að ákvæði er varða útgáfu dvalarleyfa á grundvelli atvinnuþátttöku verði rýmkuð og skilvirkni aukin. Þá verði tryggt að fólk sem fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða sérstakra tengsla við landið fái samhliða óbundið atvinnuleyfi,“ sagði Guðmundur Ingi einnig í ræðunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -