Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Fjölmiðlar vöktuðu heimili Eiríks eftir sjóslysið: „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn hérna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiríkur Ingi Jóhannsson, fyrrverandi sjómaður og núverandi forsetaframbjóðandi, á að baki sára lífsreynslu og sannkallaða kraftaverkasögu. Hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst í aftakaveðri á milli Íslands og Noregs. Þá skyldi hársbreidd á milli lífs og dauða. Þrír félagar hans fórust. Seinna var hann í einu aðalhlutverka þar sem dauðaslys varð og hann reyndi að koma til bjargar.

Eiríkur Ingi er gestur Sjóarans og segir sögu sína í fyrri hluta viðtalsins.

Þegar Eiríkur Ingi kom heim eftir hið hrikalega sjóslys er Hallgrímur SI fórst og þrír félagar hans með, beið hans fjölmiðlafár en ónefndur fjölmiðill vaktaði hús Eiríks fyrstu dagana. „Já, því miður varð svolítið paparazza fár fyrir utan húsið mitt,“ svaraði Eiríkur þegar Reynir spurði hann út í fjölmiðlafárið. Eiríkur hélt áfram: „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn hérna en það hefði verið gott ef sú stöð og sá fréttamaður hefði haft sóma í sér til að biðjast afsökunar á þessu.“

Reynir: „Já, það var setið um heimili þitt?“

Eiríkur Ingi: „Já, það var á tímabili en það var farið mjög leynt með heimkomuna mína. Það var mikið verið að reyna að komast að því hvenær ég kæmi heim. Fyrrverandi tengdafjölskylda mín var tengd fólki uppi á velli og þegar ég kem úr vélinni er þar beið tollvörður eftir mér og við förum starfsmannaleiðina niður. Ég fer ekki í gegnum flugvöllinn og ég er keyrður út fyrir hliðið.

Reynir: „Fyrir fjölmiðla var þetta stórmál.“

- Auglýsing -

Eiríkur Ingi: „Já, ég skil það vel.“

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -