Föstudagur 26. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Fólkið sem enginn vill – Tólf flóttamenn dvelja í limbói á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tólf einstaklingar lifa í limbói á Íslandi vegna þess að þau eru flóttafólk sem enginn vill hýsa.

Á dögunum vakti Eva Hauksdóttir lögmaður athygli á að þó nokkrir af þeim 200 flóttamönnum sem bíða eftir að vera vísað úr landi, væri ekki hægt að senda úr landi þar sem viðtökulandið vill ekki taka á móti því. Rök Útlendingastofnunar fyrir því að synja fólkinu um landvistaleyfi hér á landi eru þau að nú þegar er ríki sem vill taka á móti þeim.

Sjá einnig: Segir flóttafólki haldið í limbói á Íslandi: „Þetta fólk gæti verið í vinnu og vill ekkert frekar“

Mannlíf sendi fyrirspurn á stoðdeild Ríkislögreglustjóra sem ber ábyrgð á brottvísun flóttamanna og spurði um fjölda þeirra sem ekki hefur verið hægt að senda úr landi.

Svar barst frá Marínu Þórsdóttur verkefnastjóra stoðdeilar ríkislögreglustjóra en þar kemur fram að alls séu 12 mál en ríkið sem ekki vill taka aftur á móti flóttafólkinu er Ítalía.

„Ítölsk stjórnvöld hafa lokað tímabundið á viðtöku þeirra einstaklinga sem þeir bera ábyrgð á á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Alls eru 12 mál til vinnslu hjá RLS sem falla undir Dyflinnarreglugerðina og lúta að málum einstaklinga sem ítölsk stjórnvöld bera ábyrgð á. Eru það einu málin þar sem viðtökuríkið hefur hafnað móttöku.“

- Auglýsing -

Aðspurð um ástæðu þess að Ítalíu hafi lokað á viðtöku og hversu lengi sú tímabundna lokun muni vara, svaraði Marín: „Ítölsk stjórnvöld sendu tilkynningu til annarra Evrópuríkja í desember 2022 þar sem þau tilkynntu að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar er snúa að Dyflinnar reglugerðinni varðandi móttöku UAV.“

Uppfært:

Upprunalega var því haldið fram í fréttinni að flóttafólkið sem hér er fast, væri réttindalaust með öllu en það er ekki rétt, samkvæmt leiðréttingu stoðdeildarinnar en þessir einstaklingar njóta fullrar þjónustu og geta sótt um bráðabirgða atvinnuleyfi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -