Miðvikudagur 9. október, 2024
3 C
Reykjavik

Foreldrar Ingva Hrafns skildu þegar hann var fimm ára: „Þetta var örugglega erfitt fyrir þá báða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 5. maí síðastliðinn fékk Tómas Ingvason matreiðslumaðurþá harmafregn að sonur hans, Ingvi Hrafn, hefði tekið líf sitt á Litla-Hrauni. Tveimur dögum áður hafði hann beðið um aðstoð vegna andlegra erfiðleika. Enginn tók marka á neiðarkalli hans.

Sléttum sex árum áður lést annar sonur hans sviplega á Spáni, aðeins þrítugur að aldri.

Hann berst nú fyrir því að aðdragandinn að andláti Ingva verði rannsakaður og fólk kallað til ábyrgðar. Tómas segir sögu sína og sona sinna í einkaviðtali í Mannlífinu.

Ingvi Hrafn var bara venjulegt barn að sögn Tómasar en svo skildu foreldrar hans þegar hann var um það bil fimm ára gamall.

Reynir „Heldur þú að þetta hafi fengið á hann?“

Tómas: „Örugglega. Þetta var örugglega erfitt fyrir þá báða.“

- Auglýsing -

Reynir: „Þá ertu að tala um Viggó Emil, sem dó?“

Tómas: „Já, 2018.“

Reynir: „Fannst látinn á hótelherbergi á Spáni.“

- Auglýsing -

Tómas: „Já, niðri á Alicante.“

Reynir: „Og enginn veit hvað gerðist þar?“

Tómas: „Enginn veit.“

Eftir skilnaðinn flutti Tómas til Þýskalands þar sem hann starfaði við hestamennsku. Synir hans heimsóttu hann þar og einnig út til Noregs þegar Tómas flutti þangað.

„En þeir voru ekkert byrjaðir í neyslu þá,“ segir Tómas og átti við það þegar hann bjó í Þýskalandi. Og heldur áfram: „En þetta byrjaði á fikti á kannabis og svo var farið út í harðara efni.“

Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -