Miðvikudagur 17. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Forsetahjónin á ferð og flugi – Guðni og Eliza á pop up

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu segir að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hafi haldið til Englands í gær. Þar mun hann meðal annars halda opin erindi á tveimur viðburðum, í London og í Oxford, auk þess að heimsækja rannsóknarstofnanir á sviði lýðheilsu. Eliza Reid forsetafrú fer einnig til Englands og á þar fund með Olena Zelenska, forsetafrú Úkraínu, auk þess að taka þátt í pallborði og flytja fyrirlestur, sem Guðni sækir.

Ítarleg útlistun, er í tilkynningunni, á störfum og ferðaplönum hjónanna þar ytra:

„Dagskrá forseta í London hefst á morgun, þriðjudag, með opnunarerindi á málþinginu  „The Arctic and High North Security.“ Sendiráð Íslands í Bretlandi stendur fyrir málþinginu í samvinnu við RUSI rannsóknarstofnunina og verður þar sjónumbeint að hlutdeild Íslands í heimsstyrjöldinni síðari og þróun öryggismála á Norðurslóðum til dagsins í dag.“

Samdægurs heldur forseti til Oxford og verður þar heiðursgestur við St. Antony’s College þar sem hann nam sjálfur sagnfræði. Forseti flytur þar opinn fyrirlestur„Where you stand depends on where you sit. The challenges of being an academic turned head of state“,“ segir í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Guðni gestur í morgunþætti CNBC

Forseti Íslands verður gestur í morgunþætti í sjónvarpi CNBC, þess auk mun hann heimsækja góðgerðarstofnun og Kensington Palace þar sem hann heldur til fundar með fulltrúum stofnunarinnar:

- Auglýsing -

„Á fimmtudag verður forseti gestur morgunþáttar sjónvarpsstöðvarinnar CNBC International þar sem hann mun m.a. ræða um alþjóðastjórnmál, loftslagsmál, græn umskipti og öryggi á norðurslóðum.

Þá mun forseti heimsækja The Wellcome Trust sem er góðgerðastofnun um lýðheilsuvísindi. Þar verða forseta kynntar nýjustu rannsóknir sem stofnunin hefur styrkt á sviði lýðheilsu og fær leiðsögn um sýningar sem varpa ljósi á velferð almennings á 21. öld og andlega líðan ungmenna.

Næst heldur forseti til Kensington Palace til fundar við fulltrúa stofnunarinnar The Royal Foundation Centre for Early Childhood. Katrín prinsessa af Wales stóð fyrir stofnun hennar árið 2021 og hefur hún meðal annars leitað fanga í norrænum rannsóknum, sem Ísland stóð fyrir, um mikilvægi fyrstu 1000 daga lífsins fyrir geðheilsu og vellíðan ævina á enda.

- Auglýsing -

Forsetafrúin á pallborði

Á meðan forseti sinnir sínu verður Eliza Reid á fundi með Olenu Zelenska forsetafrú í Úkraínu og munu þær taka þátt í pallborðsumræðum. Á fimmtudagskvöldið mun hún koma fram á viðburði og flytja fyrirlestur sem Guðni sækir:

Á sama tíma á fimmtudag situr Eliza Reid forsetafrú í pallborði á ráðstefnunni Global Soft Power Summit sem fram fer í London. Þar tekur hún þátt í umræðum um óbeint vald maka þjóðhöfðingja ásamt Olena Zelenska, forsetafrú Úkraínu, og Aleš Musar, maka forseta Slóveníu. Fyrir pallborðið mun Eliza eiga fund með Olena Zelenska. Á fimmtudagskvöld kemur forsetafrú fram á viðburði átthagafélagsins Canada Club í London og flytur þar fyrirlestur um jafnréttismál á Íslandi. Forseti sækir fyrirlesturinn.“

Út að borða

„Á meðan forsetahjón dvelja í London munu þau snæða kvöldverð á veitingastaðnum Carousel þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matt býður upp á íslenska matargerð á svo kölluðum „pop-up“ veitingastað,“ segir fréttatilkynningunni.

„Forsetahjón koma aftur til Íslands á föstudag,“ segir að endingu í fréttatilkynningunni sem Una Sighvatsdóttir sendi fjölmiðlum í gær.

Í september á síðast ári deildi Eliza með fylgjendum sínum hvar leiðir hennar og Guðna lágu saman. Sjá eldri frétt:

Forsetahjónin bálskotin á bekkjarmóti í Bretlandi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -