Föstudagur 26. júlí, 2024
11.4 C
Reykjavik

Forseti Kína óskar Höllu til hamingju með sigurinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Xi Jinping, forseti Kína, hefur óskað Höllu Tómasdóttir til hamingju með sigurinn í forsetakosningum á Íslandi en greint er frá þessu á heimasíðu kínverskra stjórnvalda í gær.

Þar segir að forseti Kína vonist til að samstarf Íslands og Kína haldi áfram að aukast en hann telur að samskiptin hafi þróast vel undanfarin ár og að þau geti komist á enn hærra stig. Sem dæmi um aukið samstarf nefnir forsetinn meðal annars viðskipti, orkumál, umhverfisvernd og ferðamál.

Xi Jinping hefur verið forseti Kína síðan 2013 en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnu sína í ýmsum málum þar á meðal mannréttindamálum og ritskoðun fjölmiðla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -