Laugardagur 15. júní, 2024
13.8 C
Reykjavik

Freyr segir dauðann vera spennandi fyrirbæri: „Skugginn sem fylgir okkur alltaf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Freyr Eyjólfsson ræddi margt og mikið í nýju viðtali og þar er meðal annars snert á dauðanum en Freyr gerði sjónvarpsþáttinn Missir sem sýndur var í Sjónvarpi Símans árið 2021 sem fékk góðar viðtökur. Önnur þáttaröð er í bígerð um þessar mundir.

„Þetta eru skemmtileg viðtöl, fólk er opið og hresst, því dauðinn gefur lífinu tilgang. Það markar lífið af að við vitum að það er ekki endalaust,“ sagði fjölmiðlamaðurinn. „Margir myndu halda að það sé niðurdrepandi að búa til sjónvarpsþætti um dauðann, lesa um hann og tala en eftir hvern dag var ég upprifinn og peppaður.“

Að mati hans er dauðinn áhugaverður og spennandi. „Hann er ótrúlega hræðilegur og dularfullur. Hann er skugginn sem fylgir okkur alltaf. Við vitum aldrei hvenær við deyjum en við vitum að við gerum það,“ sagði Freyr í viðtali á RÚV. Í viðtalinu grínast Freyr einnig aðeins og greinir á milli íslenskra iðnaðarmanna og dauðans. „Ég er í framkvæmdum og það getur verið erfitt að díla við íslenska iðnaðarmenn. Munurinn á dauðanum og íslenskum pípara er að sá að dauðinn kemur. Það er ekki víst með píparann.“

En Freyr skilur auðvitað að dauðinn getur verið erfiður og krefjandi. „Að greinast með sjúkdóm er sorgarferli og það er erfitt að þurfa að kveðja fyrr en maður ætlaði og ofboðslega erfitt að kveðja ungt fólk. Það er munur á að fara í jarðarför þar sem ungt fólk er látið eða þar sem við erum að kveðja gamalt fólk,“ sagði Freyr en dauðinn gerir ekki upp á milli fólks. „Hann er ósanngjarn, hræðilegur og miskunnarlaus, sér í lagi þegar börn deyja. Þá er dauðinn mjög miskunnarlaus. En þegar gamalt fólk deyr í sátt er þetta eins og góður vinur að sækja mann.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -