Sunnudagur 10. nóvember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Friðrik hefur litlar áhyggjur af Rússlandsferð: „Ég get rætt þetta við Pútín í góðum vodkadrykk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson heldur til Rússlands í næstu viku en hann hefur verið valinn sem formaður dómnefndar Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Moskvu. Sumir hafa gagnrýnt ákvörðun Friðriks í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Friðrik skilur þá gagnrýni en er ósammála henni.

„Ég get alveg skilið þá gagnrýni. En ég held að það að einangra fólk frá menningarlífi sé ekki rétt, sérstaklega ekki fólk sem stendur ekki beint að þessu stríði,“ sagði Friðrik í viðtali við RÚV um málið en upphaflega stóð til að kvikmyndir Friðriks yrðu sýndar á hátíðinni.

„Mér hefur alltaf verið tekið mjög vel þarna í Rússlandi og í Sovét gamla. Síðan kom í ljós að Kvikmyndamiðstöð má ekki senda myndirnar mínar til Rússlands. Viðskiptahöft ná yfir í menningarsamskipti. Þetta bara vissi ég ekki,“ sagði verðlaunaleikstjórinn mikli. „En ég get rætt þetta við Pútín í góðum vodkadrykk og kavíar.“

Friðrik er af flestum talinn einn af fremstu kvikmyndaleikstjórum í sögu Íslands en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu erlendu kvikmyndina, Börn náttúrunnar, árið 1991. Þá hefur hann einnig leikstýrt myndunum Mamma Gógó, Skytturnar, Rokk í Reykjavík og Djöflaeyjan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -