Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Furðar sig á sölu dómsmálaráðherra: „Það sýnir lítinn skilning á eðli viðbúnaðar- og öryggistækja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Segja má að samfélagið logi vegna fregna af sölu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar. Hafa hinir ýmsu mektarmenn og konur tjáð sig um söluna og virðist sem allir séu ósáttir við söluna, nema ráðherrann.

Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur, fyrrum fjölmiðlamaður og flugmaður er einn af þeim sem gagnrýnt hefur söluna. Það gerði hann á bloggsíðu sinni í gær í færslu sem hefur fyrirsögnina Verður byrjað á því að selja slökkvibílana líka? Og slökkvitækin?

Þar furðar hann sig á þeim rökum fyrir því að selja flugvélina og segir Jón sýna lítinn skilning á „eðli viðbúnaðar- og öryggistækja að tímabundin hlé geti komið í notkun þeirra.“

Færsluna má lesa hér fyrir neðan:

„Verður byrjað á því að selja slökkvibílana líka? Og slökkvitækin?

Það eru ömurleg rök fyrir því að selja TF-SIF að hún hafi lítið verið notuð hér heima að undanförnu. Það sýnir lítinn skilning á eðli viðbúnaðar- og öryggistækja að tímabundin hlé geti komið í notkun þeirra.

Slys og önnur váleg fyrirbæri gerast nefnilega ekki eftir forskrift manna, heldur algerlega tilviljanabundið.

- Auglýsing -

Enn meira skilningsleysi felst í því að nota minni notkun vegna fjársveltis sem röksemd fyrir því að hætta alveg rekstrinum.

Vísa til næsta bloggpistils á undan þessum um muninn á getu flugvéla og þyrlna.

Þar sem setið er við að pára þennan pistil eru nokkrir metrar til stórs slökkvitækis, sem ekkert hefur verið notað frá upphafi.

- Auglýsing -

Er það nóg ástæða til þess að selja slökkvitækið?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -