Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Furðar sig á þögn stjórnmálaflokkanna: „Eins og hér sé um að ræða smá mál sem ekki skipti máli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson furðar sig á þögn stjórnmálaflokka varðandi ákvörðun ríkissáttasemjara um að grípa inn í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

Í færslu sem Gunnar Smári Sósíalistaforingi skrifaði á Facebook í gær, segir hann túlkun ríkissáttasemjara á valdi embættisins til að grípa í verkfallsaðgerðir, breyta leikreglunum og draga úr valdi verkalýðsfélaga. Þá furðar hann sig á þögn allra stjórnmálaflokka nema Sósíalistaflokksins um málið. Setur hann hlekk á ályktun flokksins um málið við færsluna.

„Túlkun Aðalsteins Leifssonar á valdi ríkissáttasemjara til að grípa inn í verkfallsaðgerðir og dómur héraðsdóms frá í gær breyta leikreglum á vinnumarkaði, draga úr völdum verkalýðsfélaga og auka völd embættismanns ríkisvaldsins. Í þessu tilfelli embættismanns sem gerir kröfur Samtaka atvinnulífsins að sínum.

Það skrítna er að undir þessu þegja svo til allir stjórnmálaflokkar, eins og hér sé um að ræða smá mál sem ekki skipti máli. Þetta er þvert á móti stór mál sem á eftir að hafa ömurlegrar afleiðingar ef þessari ákvörðun Aðalsteins verður ekki hrint.
Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ályktað gegn þessari ákvörðun ríkissáttasemjara er Sósíalistaflokkurinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -