Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Gabríelu synjað án skýringa: „Þau taka svo mikið af geðþóttaákvörðunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gabríela Bryndís Ernudóttir, sálfræðingur og formaður baráttuhópsins Lífs án ofbeldis, var á dögunum synjað þátttöku á námskeiði sem auglýst var fyrir sálfræðinga í dómsmálum. Samkvæmt heimildum Mannlífs er námskeiðið, sem ætlað er matsmönnum, 40 klukkustunda langt og kostar 330 þúsund krónur. Áætlað er að 20 stundir verði kenndar nú í maí og aðrar 20 í október. Umsjónamenn námskeiðsins eru Álfheiður Steinþórsdóttir, Gunnar Hrafn Birgisson, Guðrún Oddsdóttir og Oddi Erlingsson, en öll hafa þau starfað sem matsmenn.
Starfshættir matsmanna hafa verið gagnrýndir víða á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og hafa bæði Mannlíf og DV fjallað um málin. Gabríela sagði frá reynslu sinni í hlaðvarpsþættinum Eigin konum.
„Það var verið að auglýsa námskeið fyrir matsmenn til að reyna að fá nýtt fólk inn og líka svara þörf fyrir meiri fræðslu, sem er bara frábært. En svo kemur í ljós að það fá ekkert allir sálfræðingar að fara á þetta námskeið. Þau bara ákveða hverjir það eru því þau taka svo mikið af geðþóttaákvörðunum,“ segir hún í viðtalinu.

Gabríelu hefur ekki enn borist skýring hvers vegna henni var synjað um þátttöku á námskeiðinu þrátt fyrir að hún hafi kallað eftir rökstuðningi. Hefur hún verið gagnrýnin á starfshætti matsmanna í forsjármálum og sagðist hún hafa hug á því að kynna sér fræðin sem fylgja því að vera matsmaður. Gabríela, sem er sálfræðingur að mennt, uppfyllti öll skilyrði sem þurfti fyrir þátttöku námskeiðisins og sótti um strax og námskeiðið var auglýst. Ekki liggur fyrir hvers vegna Gabríelu var synjað en mun Mannlíf uppfæra fréttina er niðurstaða liggur fyrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -