Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Gagnrýnir Prestfélag Íslands harkalega: „Slæm þróun og varhugaverð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Skírnir Garðarsson gagnrýnir þá þróun sem hann segir vera hjá Prestfélagi Íslands. Segir hann félagið safna prikum yfir „hin minnstu frávik og misstig“ sem karlprestar lenda í.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur Séra Geir Waage sagt sig úr Prestfélagi Íslands. Séra Skírnir skrifaði færslu á Facebook um málið þar sem hann gagnrýni Prestfélagið harkalega.

„Prestafélag Íslands hefur ekki sýnt okkur fullorðnu karlprestunum neina hlýju undanfarin ár. Nánast allt sem afvega fer og hin minnstu frávik og misstig eru túlkuð okkur í óhag. Margir sem lagt hafa á sig ómælda vinnu í þágu P.Í hafa orðið að þola ýmislegt slæmt. „Hinn gamli maður“ (skilgreining fengin að láni frá f.v. biskupsritara) á ekki að fá að tjá sig. Þetta er hnignunareinkenni og í takt við margt annað furðulegt sem prestastéttin, blaktandi í vindum tímans, er að bralla nú um stundir. Slæm þróun og varhugaverð.“

Aðspurður segir Skírnir að erfitt sé að horfa upp á þróunina.

„Ég hef alla tíð haldið mínum félagstengslum og mun gera áfram, þá súrt sé að horfa upp á hvern karlprestinn á fætur öðrum verða fyrir barðinu á prikasöfnurum prestafélagsins, sem oftar en ekki eru bara að tryggja eigin stöðu gagnvart misvitrum biskupum þessarrar aldar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -