Laugardagur 5. október, 2024
6.4 C
Reykjavik

Geir Sveinsson hættur sem bæjarstjóri – Stirðleiki í samskiptum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram kom í fréttum í gær að Geir Sveinsson, fyrrum handboltastjarna og bæjarstjóri í Hveragerði hafi verið leystur undan skyldum sínum við bæjarfélagið. Geir og meirihluti bæjarstjórnarinnar hafa náð samkomulagi um starfslokin.

Geir Sveinsson var ráðinn bæjarstjóri Hveragerðisbæjar árið 2022, og sat því í sæti bæjarstjórans í rétt tæp tvö ár.

Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Hveragerði, sagði í samtali við Morgunblaðið að fregnir um starfslok Geirs hefðu ekki komið sér á óvart. Þá taldi Friðrik jafnframt að stirð samskipti við félagasamtök í sveitarfélaginu, málefni er sneru að skólphreinsistöðinni, samskipti við heilbrigðiseftirlit og leikskólamálin væru þau mál sem bæjarstjórinn var helst gagnrýndur fyrir.

Geir Sveinsson er landsmönnum þekktur sem einn af landsliðsmönnum Íslands í handbolta og þjálfari. Geir er 56 ára og er með MBA próf frá Háskóla Íslands auk menntunar á markaðssetningu á netinu og meistaragráðu í þjálfun. Áður en Geir tók sæti bæjarstjórastóli hafði hann verið sjálfstætt starfandi.

Tengd frétt:

Handboltahetja verður bæjarstjóri – „Hefur sýnt það og sannað að hann er leiðtogi“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -