Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Glitfaxaslysið – Kenningin um eldsneytisskort röng

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt frá því að Glitfaxi, flugvél Flugfélags Íslands fórst þann 31. janúar 1951 í slæmu veðri, hafa ættingjar og vinir þeirra sem létust í slysinu, velt fyrir sér ástæðunni fyrir slysinu. Ýmsar kenningar hafa verið á lofti í gegnum árin en engin almenn niðurstaða fengist enn.

Ein af kenningunum var sú að vélin hefði orðið bensínlaus og því hrapað í Faxaflóann. Mannlíf hefur rætt við nokkra ættingja þeirra sem létust og hafa þau flest minnst á þessa kenningu en samkvæmt gögnum um slysið frá 1951, er þetta ekki rétt. Nógu mikið eldsneyti var á vélinni til að endast í um tvo og hálfan klukkutíma til viðbótar.

Samkvæmt skjölum frá árinu 1951, sem Mannlíf fékk að blaða í á Þjóðskalasafni Íslands kemur fram að nægilegt eldsneyti hafi verið í vélinni. Í niðurstöðu rannsóknar á slysinu segir: „Eldsneytisforði flugvélarinnar var 600 U.S. gallon af bensíni fyrir flugtak til Sauðárkróks, fyrr um daginn, en ekkert eldsneyti var síðan látið á flugvélina, eða áður, en hún hóf flug til Vestm.eyja. Bensínmagn þetta nægði til þessara 2ja flugferða og 2 – 2,5 klst. að auki.“

Aðrar niðurstöður voru eftirfarandi:

1. Flugvélin var í flughæfu ástandi og skjöl hennar í lagi.
2. Réttindi flustjórans náðu til þessarar tegundar flugvélar og skírteini hans var í gildi en réttindi aðstoðarflugmanns náðu ekki til þessarar tegundar flugvéla, en skírteini hans var í gildi.
3. Þungi flugvélarinnar við flugtak í Vestmannaeyjum var innan leyfða hámarksþunga og hleðslumarkið innan tiltskildra takmarka.
4. Í flugvélinni voru öll nauðsynleg radio-tæki, en sérstakur loftskeytamaður var ekki með, enda ekki venja í innanlandsflugi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -