Miðvikudagur 24. júlí, 2024
13.8 C
Reykjavik

Góður strákur hefur störf hjá Tollinum: „Mikill fengur fyrir stofnunina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hundurinn Olly hefur hafið störf hjá Tollgæslunni.

Tollgæsla Íslands hefur fengið afhentan nýjan fíkniefnaleitarhund en sá ber nafnið Olly en greint er frá þessu í færslu hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra á samfélagsmiðlinum Facebook.

Síðastliðin miðvikudag afhenti Lögreglan á Norðurlandi vestra Tollgæslunni fíkniefnaleitarhundinn Olly. Olly kemur frá Englandi og er af tegundinni Enskur Springer Spaniel.

Undanfarna mánuði hefur Olly verði í strangri þjálfun á Sauðárkróki og lofar hann mjög góðu. Koma hans til Tollgæslunnar á Íslandi er því mikill fengur fyrir stofnunina en hann mun starfa að mestu á suðvesturhorni landsins,“ segir meðal annars í færslunni en Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra tók við þjálfun hunda árið 2018 og hafa tíu hundar klárað námið og hafið störf á Íslandi.

„Olly er einn þriggja hunda sem gefnir eru af ónefndum samtökum sem er þekkt fyrir að láta gott af sér leiða á sviði mannúðar og -menningarmála.  Tveir hundanna eru nú þegar komnir til landsins en auk Olly var Fangelsismálastofnun færður annar hundur sem ber nafnið Tinni, sá er í þjálfun og lofar einnig góðu. Þriðji hundurinn í þessari veglegu gjöf er ókominn til landsins en hann mun fá þjálfun í leit að reiðufé en slíkir hundar hafa reynst afar vel í löndunum í kringum og þá einna helst sem mikilvægir „starfsmenn“ í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi.“

Hægt er að sjá mynd af nýja starfsmanninum hér fyrir neðan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -