Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Grímur skýtur fast á Sjálfstæðismenn og Vinstri græna: „Hvenær ætlar VG að biðjast afsökunar?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Grímur Atlason, framkvæmdarstjóri Geðhjálpar skýtur föstum skotum á Sjálfstæðismenn og Vinstri græna í nýlegri Facebook-færslu.

Í gærmorgun dreifðist frítt Morgunblað inn um lúgur landsmanna en þar var meðal annars að finna viðtal við Sjálfstæðisþingmanninn Birgi Þórarinsson um meintar ofsóknir gyðinga á Íslandi um þessar mundir. Grími Atlasyni þótti viðtalið skrítið.

„Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“

Þá minnist Grímur á frétt á Vísi þar sem Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er með „hræðsluáróður gegn hælisleitendum“ eins og Grímur kallar það. Bendir hann einnig á lygar Ásmundar gagnvart eiginkonu Gríms, Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns og fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar.

„Á Vísi má síðan lesa frétt þar sem Ásmundur Friðriksson þingmaður mætir enn og aftur með hræðsluáróður sinn gegn hælisleitendum. Ásmundur svífst einskis þegar kemur að poppúlískri nálgun í stjórnmálum. Öll þau sex ár sem eiginkona mín sat á þingi dreifði hann lygasögum um hve mikilla fjárhagslegra hagsmuna hún hefði af fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Það skipti engu máli hve oft hann var leiðréttur – hann hélt bara áfram að ljúga.“

Grímur snýr sér svo að Vinstri grænum:

„Hvenær ætlar VG að fara aftur í ræturnar og biðjast afsökunar á þeirri skömm sem það óneitanlega er að sitja í ríkisstjórn með fólki sem situr yst á hægri jaðrinum?
Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -