Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Grindvíkingur skýtur fast á ríkisstjórnina: „Innheimta á þessum skatti ekkert annað en viðbjóðsleg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Birgisson segir íslenska ríkið rétta Grindvíkingum hjálparhönd en sparka svo í þá liggjandi.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði í dag Facebook-færslu þar sem hann skýtur föstum skotum á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Að rétta hjálpandi hönd og sparka svo í þann sem liggur.Það er það sem ríkið er að gera gagnvart Grindvíkingum.

 95% gjald fyrir húseignir er í flestum tilvikum undir markaðsvirði eins og það var orðið fyrir hamfarirnar 10. nóvember 2023. En uppkaupin eru bjarghringur fyrir marga.
Það er gott að geta hjálpað fólki og öll hjálp er vel þegin og fyrir hana ber að þakka.“ Þannig hefst færslan og heldur svo áfram: „Síðan hefur það fólk farið í tímabundna leigu, mest á suðvesturhorni landsins á meðan hugað hefur verið að kaupum á húsnæði.

Ríkið kom fyrst inn með 75% leigustyrk, en hækkaði hann svo í 90% og gildir sú ákvörðun út ágústmánuð að óbreyttu. Það er gott að geta hjálpað fólki og öll hjálp er vel þegin og fyrir hana ber að þakka.“

Björn segir svo að fasteignaverðið hafi hækkað svo mikið vegna aukinnar eftirspurnar, að Grindvíkingar eigi nánast enga möguleika á að fá sambærilegar eignir fyrir peninginn frá ríkinu. „Fasteignaverð hefur snarhækkað vegna aukinnar eftirspurnar og Grindvíkingar eiga því nánast enga möguleika á að fá sambærilegar eignir fyrir uppkaupa peninginn frá ríkinu.

Þá kemur aukin skuldsetning til sögunnar, okurlán, því annað er ekki í boði og svo er gripið til sparifjár þar sem það er til.
Endalaus kostnaður fylgir hinni vonlausu stöðu sem svo margir eru óvænt komnir í.“
Því næst segir Björn að brátt komi svo að því að kaupsamingar verði gerðir og að „hin hjálpandi hönd“ komi aftur til sögunnar en ekki til að hjálpa, heldur þvert á móti. „Svo kemur að því að kaupsamningar eru gerðir og Grindvíkingar sjá í hillingum að vera að eignast nýtt heimili eftir tæplega hálfs árs hrakninga og jafnvel að hafa flutt búferlum margsinnis á þeim tíma. Þá kemur hin hjálpandi hönd til sögunnar að nýju. En ekki til að hjálpa. Aldeilis ekki! Þvert á móti. Ríkið heimtar að flóttafólkið greiði 0,8% af fasteignamati eignanna í stimpilgjald ef það vilji verða löglegir eigendur að nýju híbýlunum!“

En hvað þýðir það samkvæmt Birni?

„480 þúsund af eign sem metin er á 60 milljónir.

520 þúsund af eign sem metin er á 65 milljónir.
560 þúsund af eign sem metin er á 70 milljónir.
Þetta eru engir smáaurar fyrir venjulegt launafólk.
Hvað varð um hina hjálpandi hönd?“
Næstu orð Björns eru nokkuð hörð: „Innheimta á þessum skatti – fyrir fáránlega litla vinnu – er ekkert annað en viðbjóðsleg eftir allt sem á undan er gengið. Varla þarf Þórkatla að borga stimpilgjöld vegna uppkaupanna! Það eigum við Grindvíkingar ekki að gera heldur.“

Þá segir Björn þetta vera „blauta tusku“ framan í Grindvíkinga. „Ef einhver vitglóra og töggur eru í okkar kjörnu fulltrúum og í ríkisstjórninni þá verða Grindvíkingar undanþegnir þessu stimpilgjaldi, enda er það ekkert annað en blaut tuska framan í fólk sem ekkert hefur til saka unnið, þvert á móti verið gjöfulir og góðir þegnar þessa lands. Endilega deilið þessari færslu og fylgist grannt með viðbrögðum þingmanna og annara valdhafa.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -