Tveir menn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um líkamsárás. Báðir voru látnir gista í fangaklefa lögreglu. Fyrr um kvöldið var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.
Þá vakti ökulag bifreiðar athygli lögreglu skömmu fyrir tíu í gærkvöldi. Þegar lögregla gaf stöðvunarmerki reyndi ökumaðurinn að flýja á tveimur jafnfljótum en lögregla náði honum eftir stutta eftirför. Þá kemur fram í dagbók lögreglu að hún telji að einstaklingurinn hafi verið án ökuréttinda og að bifreiðin hafi verið á röngum skráningarmerkjum. Að öðru leyti var nóttin hjá lögreglu róleg.