Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Guðmundur hafnar því að Tómas tengdasonur hans hafi verið myrtur: „Hann er veginn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég veit ekki nákvæmlega hvenær dóttir mín deyr, en hún deyr á mjög svipuðum tíma og konan mín, Anika,“ segir Guðmundur Sigurður Guðmundsson í þriðja og síðasta viðtalinu hjá Reyni Traustasyni  í Sjóaranum.

„Mjög mikið áfall,“ segir Guðmundur en fyrir rétt rúmum þremur mánuðum síðan deyr dóttir hans, Guðbjörg Svava Guðmundsdóttir,  og Anika kona Guðmundar. Þann 20. október 2023.

Lára dóttir Guðmundar var komin til að aðstoða föður sinn í kjölfar andláts Aniku og tilkynna fráfallið.

„Svo ætluðum við að setja þetta út á Facebook að kona mín væri dáin […] svo um leið og við opnuðum á Facebook, þá er það fyrsta sem ég sé er mynd af dóttur minni,“ segir Guðmundur sem félagi hans hafði lagt út til að tilkynna honum að dóttir hans væri látin.

Guðmundur Sigurður og Lára dóttir hans komast að því þar og þá að Guðbjörg Svava er dáin.

„Við héldum að þetta væri eitthvað djók fyrst,“ segir Guðmundur sem hringir í kjölfarið í félaga sinn sem birti myndina. „Nei, nei hún var dáin. Sá sem hún var í heimsókn hjá hafði hringt í Kidda og Kiddi hafði sett þetta út á Facebook-ina,“ útskýrir Guðmundur sem biður Kidda um fjarlægja færsluna.

- Auglýsing -

Eftir svolitla umhugsun ákveður Guðmundur að draga bón sína til baka og segir: „Ég sá að þetta var ágætlega orðað hjá honum, þannig lagað. Svo ég sagði við Kidda að leyfa þessu að vera þarna áfram – Ekki taka þetta í burtu.“

„Þetta var rosalegt áfall. Rosalegt áfall fyrir mig.“

Guðbjörg Svava hafði lengi barist við fíkn og hafði gengið í gegnum miklar hörmungar.

„Já og ekki batnaði það að eiginmaður hennar, Tómas Waagfjörð, gekk í skrokk á henni,“ segir Guðmundur Sigurður.

- Auglýsing -

Reynir bætir inn að hann Tómas hafi verið myrtur.

Guðmundur grípur fram í og segir:

„Ég myndi ekki segja að hann hafi verið myrtur, hann er veginn.

Steinþór Einarsson, vinur Guðbjargar Svövu, var í kjölfarið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir morðið á Tómasi, í hinu svo kallaða Ólafsfjarðarmáli. Steinþór bar allan tímann fyrir sig sjálfsvörn.

Guðmundur Sigurður er algjörlega ósammála þeim dómi sem Steinþór hlaut.

„Miðað við hvernig hann [innsk. blm. Tómas] hafði farið með dóttur mína og hvernig manngerð hann var og hvernig aðstæður voru þegar hann kemur þarna æðandi inn. Hann var búinn að undirbúa þetta í langan tíma. […] ætlun hjá honum var að myrða Steinsa, eins og ég kalla hann,“ segir Guðmundur. Hann segist hafa hugsað ef þessi atburður væri færður yfir á tíma víkinganna og/eða Íslendingasagnanna:

„Þá hefði þetta verið hetjudáð.“

Guðmundur segir að sér hafi verið kennt það í skóla að þegar víkingar voru að kjálst og drápu hvorn annað, þá voru þeir álitnar hetjur.

Áskrifendur að efnisveitu Mannlífs geta séð viðtalið í heild sinni hér

Hægt er að kaupa áskrift hér – Mánaðarlegt áskriftargjald er 1460 krónur .

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -