Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári um nýjar tölur um hlýnun jarðar: „Mögulega hefur menning okkar þegar fallið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson birtir afar óhugnanlega mynd sem sýnir að mannkynið er í vondum málum hvað varðar hlýnur jarðar. Segir hann að ástæðan fyrir því að veröldin sé að farast, séu hamfarir innra með okkur.

Færslan sem sósíalistaforinginn Gunnar Smári skrifaði á Facebook í dag, og myndin sem fylgir, er ekkert annað en sláandi. „Frá miðju ári hefur hitinn á jörðinni farið yfir það sem áður hefur mælst, og töluvert hátt yfir fyrri met. Kannski er þetta stærsta frétt sem við höfum séð,“ skrifaði Gunnar Smári og hélt áfram. „Ég kann ekki að lesa í ástæður eða afleiðingar, en þarna er augljóslega eitthvað merkilegt á seiði.“ Segir hann það koma sér nokkuð á óvart hversu margir yppti öxlum þegar þeir fá slíkar upplýsingar. „Eins og þeir hafi oft séð annað eins og þetta sé ekkert til að kippa sér upp við. Þeir hafi um margt merkilegra að hugsa. Auðvitað er aðdáunarvert að vera kúl og láta ekki smámuni raska ró sinni, en það á varla við þegar við erum að sigla inn í tíð sem enginn núlifandi maður hefur áður upplifað.“

Segir hann að honum finnist að félagsfræðingar mættu rannsaka viðbrögð fólks við fréttum af hlýnun jarðar sem og allskyns öðrum tíðindum. „Í raun er það merkilegra en aukinn ójöfnuður, að fólk skuli ekki kippa sér upp við þá stöðu, láti sér jafnvel vel líka. Og það er í raun merkilegra en að stríð sé í Evrópu, að mikill meirihluti almennings í álfunni skuli styðja það stríð og alls ekki vilja vopnahlé.“

Lokaorð Gunnars Smára eru í senn djúp og hrollvekjandi, enda kann hann að koma fyrir sig orði.

„Ástæða þess að veröld okkar er að farast eru hamfarir innra með okkur, algjört getuleysi til að bregðast við raunverulegri hættu og mikilli vá. Mögulega hefur menning okkar þegar fallið og við séum að horfa upp á afleiðingar þess í hlýnun jarðar, auknum ójöfnuði, ófrelsi fólks, úlfúð og stríði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -