Föstudagur 11. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Gylfi Þór hefur verið í farbanni í 468 daga: „Þá er þetta klárt brot“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Faðir knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, Sigurður Aðalsteinsson, segir í samtali við Fréttablaðið að mannréttindi sonar hans séu brotin með farbanninu í Bretlandi.

Gylfi Þór hefur nú verið í farbanni í Bretlandi í 468 daga, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hvert hið meinta brot hans er, hefur hvergi komið fram.

Það var 17. júlí árið 2021 sem Gylfi var handtekinn á heimili sínu en honum var svo sleppt gegn tryggingu. Síðan þá hefur hann sætt farbanni. Faðir hans hefur reynt að fá að flytja lögheimili hans til Íslands en án árangurs.

„Ef þú eða ein­hver annar hefði verið kyrr­settur, í Sví­þjóð sem dæmi. Ef þú átt fjöl­skyldu, börn og svo fram­vegis, hús­eignir og skuldir. Ef þú værir kyrr­settur þar, gætir ekki unnið, gætir ekki fram­fleytt fjöl­skyldunni í eitt og hálft ár. Hvernig heldurðu að staðan væri hjá þér þá?,“ sagði Sigurður við Fréttablaðið.

Sigurður segir að Gylfi hafi fjárhagslega burði en það eigi ekki við um alla:

„Fjár­hags­lega getur hann (Gylfi Þór) klofið þetta en það eru ekki allir í sömu stöðu. Meðal­maðurinn getur ekki verið kyrr­settur í öðru landi, verið þar og bara beðið og beðið enda­laust eftir því sem lög­reglunni þóknast að á­kveða hvort menn hafi gert eitt­hvað mis­jafnt. Eina sem ég er að segja er að ef ein­hver maður er kyrr­settur í ein­hverju landi fyrir eitt­hvað á­ætlað brot, þá geturðu ekki látið hann dúsa þar í eitt ár, eitt og hálft ár og beðið bara enda­laust. Á hann bara að vera á hóteli á meðan eða íbúð? Hvað á hann að gera?“

- Auglýsing -

Sigurður er þess handviss um að brotið sé á mannrétindum Gylfa.

„Al­mennt séð getur það ekki gengið í réttar­ríki að menn séu látnir dúsa í eitt og hálft ár er­lendis án dóms og laga,“ segir Sigurður við Frétta­blaðið. „Enda stendur það í Mann­réttinda­sátt­málanum að menn skulu fá rétt­láta með­ferð frá ó­háðum aðila, fljótt. Ég get ekki séð að þetta sé fljótt. Þá er þetta klárt brot.“

Viðtalið við Sigurð má lesa í heild hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -