Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Hafnar söguskýringu Þorsteins Más: „Mér þykir leiðinlegt að svona misskilningur sé í gangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flosi Valgeir Jakobsson hafnar þeirri söguskýringu að Þorsteinn Már Baldvinsson eða Ásgeir Guðbjartsson hafi komið að stofnun Jakobs Valgeirs ehf í Bolungavík. Það gerður hins vegar Flosi og bróðir hans Finnbogi árið 1985 og síðan þá hefur það verið rekið í Bolungavík.

Um páskana vakti athygli að Þorsteinn Már hafi sagt í síðasta hlaðvarpsþætti Þjóðmála að kaup Samherja á Guðbjörginni ÍS á sínum tíma hafi orðið til þess að eiganda að útgerðarfélaginu Hrönn, sem átti Guðbjörgvina ÍS, Ásgeir Guðbjartsson, hafi „síðar selt hlut sinn í Sam­herja og nýtt fjár­magnið til að hefja aft­ur út­gerð á Vest­fjörðum. Þar varð til fyr­ir­tækið Jakob Val­geir, sem nú er öfl­ugt út­gerðarfé­lag í Bol­ung­ar­vík,“ að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins um málið.

Samkvæmt bb.is segir Flosi Valgeir að um misskilning sé að ræða. Ásgeir Guðbjartsson hafi keypt smábát eftir söluna á Guðbjörginni ÍS árið 1997 og hafið að nýju útgerð frá Ísafirði með syni sínum Guðbjarti. Árið 2005 hafi Jakob Valgeir ehf keypt þá útgerð. Í kaupunum hafi fylgt kvóti, 183 tonn af þorski, 150 tonn af ýsu og 26 tonn af steinbít. Kaupverðið hafi verið 135 m. kr. auk áhvílandi skulda upp á 165 milljónir, eða samanlagt um 300. m.kr.

Þetta þýðir að salan á Guðbjörginni ÍS hafi ekki lagt grunn að fyrirtækinu Jakob Valgeri ehf.. þar sem það var þá þegar til og hafði verið starfandi í 20 ár. Það að Jakob Valgeir efh hafi keypt kvóta af einum af eigendum Guðbjargarinnar ÍS hafi einungis verið brot af þeim kvóta sem fylgdi togaranum og greitt var markaðsverð fyrir þann kvóta.

„Mér þykir leiðinlegt að svona misskilningur sé í gangi um Jakob Valgeir í ljósi þess að ég hef alltaf stutt Þorstein Má og varið hans gerðir. Hið rétta er að fyrrverandi eigendur að Guðbjörginni ÍS hafa ekki verið eigendur að Jakob Valgeir eða komið að uppbyggingu þess,“ segir Jakob í samtali við bb.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -