Laugardagur 15. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Hafnarfjarðarbær leggur niður Hamarinn: „Við erum rekin og öllu hent í ruslið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óskar Steinn Ómarsson var rétt í þessu að segja frá niðurskurði hjá Hafnarfjarðarbæ sem bitnar á ungu fólki í bænum.

„Seinni partinn í gær fékk ég símtal frá mannauðsdeild Hafnarfjarðarbæjar. Mér var tilkynnt að fræðsluráð hefði, fyrr um daginn, ákveðið á fundi að leggja niður Hamarinn ungmennahús og segja upp mér og öðrum sem þar starfa.“

Óskar nefnir að „tillaga meirihluta fræðsluráðs var lögð fram, öllum að óvörum, í formi minnisblaðs sem unnið hafði verið fyrir luktum dyrum. Án aðkomu minnihlutans í fræðsluráði og án samráðs við okkur sem störfum í geiranum eða ungmenni sem nýta sér þjónustuna.“

Það sem Óskari þykir „einna verst er að ákvörðunin var tekin án nokkurs samráðs við ungmennaráð Hafnarfjarðar, sem hefur á síðustu misserum kallað eftir samráði við bæjaryfirvöld og komið með vel ígrundaðar tillögur um framtíðarfyrirkomulag ungmennahúsa í Hafnarfirði. Það er blaut tuska í andlit ungmennanna að þau hafi talað fyrir daufum eyrum og meirihluti bæjarstjórnar haft önnur áform allan tímann.“

Sjálfur byrjaði Óskar „að vinna með ungmennaráði Hafnarfjarðar haustið 2019 og fór í framhaldinu að sinna ýmsum öðrum verkefnum í Hamrinum ungmennahúsi, en Hamarinn var opnaður í kjölfar tillögu ungmennaráðs um stofnun ungmennahúss í Hafnarfirði. Ég hef meðal annars komið að því að setja af stað starf fyrir hinsegin ungmenni í Hafnarfirði og tekið þátt í Úti-Hamrinum, útivistarverkefni sem Margrét Gauja okkar kom af stað og hefur hjálpað svo mörgum ungmennum að kynnast náttúru Íslands og áhrifum útivistar á andlega heilsu.“

Hann segir að aðal verkefni hans „í Hamrinum hefur sem fyrr segir verið að aðstoða ungmennaráð Hafnarfjarðar í störfum sínum. Aðstoða þau við að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og koma hugmyndum sínum á framfæri. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að vinna með þessum ótrúlegu ungmennum, fylgja þeim í samstarfs- og ungmennaskiptaverkefnum bæði hérlendis og út fyrir landsteinana, hjálpa þeim að koma hugmyndum sínum í orð og leiðbeina þeim um stjórnsýslu bæjarins.“

- Auglýsing -

Hann rekur endahnútinn á krafmikilli færslu sinni með þessum orðum:

„Það er með ólíkindum að meirihluti bæjarstjórnar hafi ákveðið að virða þau að vettugi og neita þeim um aðkomu að ákvörðun að þessari stærðargráðu. Framtíð ungmennaráðsins er óráðin og ekki að skilja á minnisblaði fræðsluráðs að því hafi verið gefinn nokkur gaumur hvar starfsemi þess lendir í þessum breytingum eða hvort við í Hamrinum eða einhver annar muni bera ábyrgð á því. Það eina sem við vitum er að við erum rekin og öllu því frábæra ungmennastarfi sem við höfum byggt upp á undanförnum árum verður hent í ruslið eftir sumarfrí.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -