Þriðjudagur 10. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Halldór barðist 16 ára í Þorskastríðinu: „Þetta var auðvitað alveg stórmerkilegur tími“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Benóný Nellett var háseti um borð í Baldri, skipi Landhelgisgæslunnar, í þorskastríðunum. Hann hafði það hlutverk þar að vera annar tveggja sem stýrðu skipinu en það gekk mikið á þegar verið var að klippa trollin aftan úr skipum og eins þegar kom til árekstra við freigátur englendinga.

Halldór var aðeins 16 ára þegar hann var allt í einu í miðju Þorskastríði við Breta. Reynir spurði hann hvernig það hafi verið.

„Þetta var auðvitað alveg stórmerkilegur tími fyrir 16 ára strák sem var kannski ekki mikið að fylgjast með fréttum,“  svaraði Halldór og hélt áfram. „Eitthvað var maður búinn að heyra um þetta en allt í einu var maður kominn inn í hringiðuna. Það var alltaf grafarþögn þegar fréttir voru, það var sagt frá þessu í hverjum einustu hádegisfréttum náttúrulega. Það mátti ekki segja orð þannig að maður fór að hlusta svona á þetta. Og gera sér grein fyrir að það væri eitthvað í gangi á miðunum og áður en maður vissi af var maður kominn í hringiðuna sjálfur.“

Því næst talar Halldór um Guðmund Kjærnested sem var skipherra í Þorskastríðunum og bar honum vel söguna. „Hann var fínn karl hann Guðmundur og hugsaði vel um áhöfnina og alveg gríðarlega vinsæll maður alltaf. Menn báru mikla virðingu fyrir honum.“

Reynir: „Hann var þjóðhetja.“

Halldór: „Já, hann var það. Og hann tók tillit til allra.“

- Auglýsing -

Rifjar hann svo upp fyrstu dagana á sjónum. „Ég var bullandi sjóveikur fyrstu dagana, alveg rænulaus af sjóveiki en manni var aldrei hleypt í koju. Kokkurinn sagði „Halldór, þú verður að vinna! Þú sjóast ekki í koju“. “ Sagðist hann hafa unnið í eldhúsinu en skroppið reglulega á klósettið til að æla en undir það síðasta var hann farinn að æla galli.

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -