Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Halldór segir Eflingu gefa ríkisvaldinu fingurinn: „Algjörlega ólýðandi staða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Að fólk geti valið hvort það fylgi lögum, það er algjörlega ólýðandi staða sem við getum aldrei búið við,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi í dag. Sagði hann það óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms.

Vísir ræddi við Halldór eftir að fundi samninganefndar SA og ríkissáttasemjara lauk um klukkan tíu. Fundarefni var að ræða skyldi atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þá hefur Efling ekki viljað afhenda kjörskrá sína svo að félagsmenn Eflingar geti greitt atkvæði um tillöguna. Í gær féll einnig dómur hjá Félagsdómi sem taldi verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum löglegar en eiga þær að hefjast klukkan 12 á hádegi í dag.

„Þetta er mikill furðudómur, þar sem meirihluti dómins kemst að þeirri niðurstöðu að þau sem brjóta lög, þau sem fylgja ekki tilmælum héraðsdóms, geti hagnast á því að viðhalda ólögmætu ástandi. Það er nákvæmlega það sem efling er að gera í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað þau til fundar en þau hafa sagt að þau geti það ekki sökum anna,“ sagði Halldór. „Ég þekki ekkert annað dæmi í vinnumarkaðssögunni þar sem stéttarfélag er í raun að gefa ríkisvaldinu baugfingurinn og neitað að mæta til fundar þegar þau eru boðuð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -