Fimmtudagur 12. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hallgrímur er ósáttur við Kynnisferðir: „Er þetta ekki komið út í hreint djók?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hallgrímur Helgason er síður en svo sáttur við Kynnisferðir um þessar mundir. Í Facebook-færslu rekur rithöfundurinn orðsnjalli, raunir sínar á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli og til BSÍ.

Hallgrímur kom frá Danmörku á föstudaginn og tók rútu Kynnisferða úr Leifsstöð. Ferð sem hefði átt að taka um 50 mínútur, tók hins vegar eina klukkustund og 45 mínútur. Byrjaði þetta á töfum við brottför.

„Kom heim frá Danmörku síðdegis á föstudag og tók rútuna úr Leifsstöð. Því miður var það Kynnisferðarúta (sem eitt sinn var og er kannski enn í eigu fjölskyldu fjármálaráðherra), þar sem hún var næst til brottferðar. ”Fer eftir fimm” var mér tjáð.

Það reyndust þó þrjátíu og fimm, þar sem hér var spilað af fingrum fram og beðið á meðan fólk streymdi enn út á stæðið. Engin sýnileg áætlun í gangi. Ferðin til höfuðborgarinnar gekk vel þótt beltin séu reyndar óþægileg.“

Furðulegur krókur var svo tekinn á leiðinni á BSÍ að sögn Hallgríms. Enskum Rotary-hjónum var skutlað á Hotel 201 í Kópavogi og mátti restin í rútunni bíða eftir að hjónin finndu farangur sinn.

„Hið furðulega gerðist síðan að tekinn var gríðarlegur krókur á leiðinni á BSÍ til að skila einum enskum Rotary-hjónum á Hotel 201 í Hlíðarsmára í Kópavogi, við hliðina á Sýslumanninum góða. Ekki fundu þau farangur sinn alveg strax og máttu þar 60 farþegar bíða á stæði á meðan Rótarýmaðurinn rótaði í töskugeymslunni. Þetta tók góðar sjö mínútur. Á meðan gafst færi á að velta því fyrir sér hvort Kynnisferðir eigi líka Hotel 201. Þá var loks haldið til Reykjavíkur. Tíminn frá því að mér var sagt að rútan færi eftir fimm og að komu á BSÍ var ein klst og 45 mín. Er þetta ekki komið út í hreint djók? Tíminn frá því ég steig upp í lestina í Odense og út úr henni á Kastrup var ein klst og 26 mín.“

- Auglýsing -

Að lokum gagnrýnir Hallgrímur það sem hann kallar eitt stærsta bílastæði veraldar.

Bílastæðin við Keflavíkurflugvöll Ljósmynd: isavia.is
„Á meðan rútusamgöngurnar okkar eru í ruglinu er Miðnesheiðin að breytast í stærsta bílastæði veraldar. Allt vegna þess að rútubílasmákóngar og óþekktir bílastæðabarónar þurfa að græða (allt er þetta einkarekið).
Svona mun þetta halda áfram þar til langtímastæðið nær alla leið í Hvassahraun. Nema yfirvöld taki í taumana og gangi í þetta mikla umhverfis- og skipulagsmál. Nóg er nú flugviskubitið samt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -