Fimmtudagur 23. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Hallgrímur upplifði leiðindastemningu á sjó: „Ég meikaði ekki svona karlakarla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Hallgrímur Ólafsson var í viðtali í þættinum Mannlegi þátturinn á Rás 1 og ræddi hann meðal annars æsku sína en hann ólst upp á Akranesi sem hann segir að það hafi verið stórkostlegt. Frelsið var mikið og Akraborg á sérstakan stað í hjarta hans.

„Pabbi var í smábátaútgerð þannig ég var á sjó með honum mikið,“ sagði Hallgrímur. „Það átti ekki vel við mig, djöfulgangur. Mér fannst það ekki gaman. Þá var ég svolítið sjóveikur og svo var leiðindastemning um borð. Ég meikaði ekki svona karlakarla. Ég fílaði það ekki.“

Í viðtalinu rifjar Hallgrímur einnig upp að hann hafi verið rekinn úr framhaldsskóla en hann hafi verið of upptekinn við aðra hluti og einbeitt sér lítið að náminu.

„Svo bara hringdi skólameistarinn heim allt í einu í hádeginu og pabbi svaraði. Þá var ég kominn yfir einhver ákveðin fjarvistarstig og var rekinn.“ Þá sagði faðir hans við hann: „Heyrðu, það er búið að reka þig úr skólanum.“

„Já, ég vissi það reyndar,“ svaraði Hallgrímur. Pabbi hans gerði kröfu að hann myndi fá sér vinnu strax og borga heim. Hallgrímur tók það ekki í mál að borga heim og byrjaði að leigja með vini sínum og hóf að skemmta sem trúbador.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -