Miðvikudagur 22. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Haltrandi fastakúnni gripinn með þýfi innanklæða: „Hún labbar um alla búðina og treður inn á sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„ … Fullorðin kona sem hefur verslað hjá okkur nokkrum sinnum tróð inn á sig kjól og fleiru en missti undan úlpunni sinni á leiðinni út!,“ segir í story hjá fyrirtækinu, Systrum og mökum, á Instagram.

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi reksturins, segist hreinlega vera orðlaus, en atvikið átti sér stað í gær, í verslun Systra og maka að Síðumúla 21, í Reykjavík.

Nú í morgun segir Katla frá því að Haukur, eiginmaður hannar, hafi verið að fara í gegnum myndbönd úr öryggiskerfi verslunarinnar:

„Hún labbar um alla búðina og treður og treður og treður inn á sig“

Katla segir frá því að í gær hafi þjófurinn verið stoppaður með tvær flíkur innan klæða en þess auki, eins og myndskeiðin sýni fullt af smávarningi.

„Hún haltrar. Hún er með staf. Við erum bara í áfalli,“ lýsir Katla sem augljóslega er mjög gáttuð og brugðið.

„Ég er svo reið“

- Auglýsing -

„Þetta er manneskja sem ég hef afgreitt marg-, margoft niðri í búð. Hvernig er hægt að vera svona ofboðslega óheiðarlegur?,“ spyr Katla fylgjendur sína.

„Hún er með svo ógeðslega mikið af vörum frá mér,“ segir hún og veltir fyrir sér hvort þjófurinn hafi stolið því öllu eða hvort hún hafi borgað fyrir eitthvað af þessu.“

Katla segir frá því að hún viti nafn glæpakvendisins og hafi í kjölfarið fengið kortnúmer hennar: „Þetta verður bara kærumál.“

- Auglýsing -

Í næsta myndskeiði segist Katla í enn meira áfalli en í kjölfar fyrra myndskeiðs hafi henni borist ábendingar og reynslusögur frá fylgjendum sínum. Þær beri þess keim að þjófnaður í verslunum sé oft viðhafður af fastakúnnum.

Katla lýsir fyrri reynslu afgreiðslufólks verslunarinnar af kvendinu:

„Það er sko búið að stjana við hana og hlaupa út og út í bíl fyrir hana – og græja og gera fyrir hana. Af því hún er haltrandi.“ Katla útskýrir jafnframt að oftast leggi eiginmaður konunnar í bílastæði fyrir hreyfihamlaða sem staðsett er fyrir utan verslunina.“

„Á meðan er hún bara inni að hreinsa,“ útskýrir Katla sem segir þjófinn vera tíðan gest í búðinni.

„Ég er í áfalli!“

„Þessari konu verður meinaður aðgangur,“ segir Katla sem vonast til geta reitt sig á aðstoð frá lögreglu.

Katla fer í kjölfarið yfir fyrrum reynslu sína af innbrotum og þjófnuðum.

Instagram Systra og maka má skoða hér

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -