Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Handboltahetja segir Sjálfstæðismenn ljúga: „Sparka í starfsfólk bæjarins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Geir Sveinsson handboltahetja var árið 2022 ráðinn bæjarstjóri í Hveragerði en í gær var tilkynnt að meirihluti bæjarstjórnar hafi samið við Geir um starfslok hans. Í framhaldi af því nýttu Sjálfstæðismenn tækifærið til að setja út á störf Geirs en Sjálfstæðismenn eru í minnihluta bæjarstjórnar Hveragerðis.

„Geir er góður drengur en við höfum séð mörg merki þess að bæjarstjórinn réð ekki við verkefnið. Og það sama á að sjálfsögðu við um fulltrúa meirihlutans. Það hafa ýmis mál komið upp sem hafa klikkað,“ sagði Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, í viðtali við Vísi um málið.

Óhætt er að segja að Geir sé ósáttur við þessi orð en hann var sjálfur í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík á sínum tíma.

„Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. Eins og einn kollegi minn orðaði það svo réttilega í bréfi til mín í kjölfar þessara ummæla: ‚‚Ég sendi þér þessar línur þar sem ég hef hugsað mikið til þín í dag. Það er með hreinum ólíkindum að lesa ákveðin ummæli í fjölmiðlum eftir starfslok þín. Slík ummæli gefa mér sterka vísbendingu um eitrað umhverfi – og slíkt umhverfi er ekki eftirsóknarvert, og þaðan af síður nærandi fyrir okkur!‘‘

Það tekur greinilega á, eftir 16 ár við völd, að upplifa þann veruleika að vera ekki lengur við stjórn og eina sem þau geta og kunna er að “bullíast” í fólki með von um að það komi þeim aftur til valda, næst þegar verður kosið. En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði,“ skrifar landsliðshetjan í aðsendri grein á Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -