Þriðjudagur 10. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Handrukkarar lömdu Árna lækni: „Ég lá emjandi á gólfinu “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur þótt umdeildur í störfum sínum en hann er einn helsti talsmaður skaðaminnkandi úrræða þegar kemur að fíklum og hefur undanfarin þrjú árin ávísað morfínlyfjum til þeirra. Ekki eru allir sammála Árna í þessum efnum og var Árni fyrr árinu sviptur leyfi af Landlæknisembættinu til að ávísa lyfjum.

Í viðtali við Heimildina segir Árni frá konu sem vildi fá vottorði sínu breytt. Hún vildi að Árni skrifaði að hún hafi fengið morfín vegna gamals fótbrots og gigtar en ekki vegna fíknar. Þegar Árni neitaði hafi hún sent tvo handrukkara til hans til þvinga hann til hlýðni. Annar maðurinn var sonur konunnar að sögn Árna.

„Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti. Ég komst heim með harmkvælum, en hef nú að mestu jafnað mig. Þetta er í fyrsta skipti sem fíklamál mín hafa endað með ofbeldi, líklega tveir handrukkarar,“ sagði Árni Tómas um málið en tekur fram að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem ráðist hafi verið á sig og þetta mál breyti engu um afstöðu sína í málaflokknum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -