Miðvikudagur 8. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Heilsugæslan í Garðabæ flytur í Mjódd: „Tjónið reyndist meira en virtist í fyrstu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Tjón á heilsugæslustöðinni Garðatorgi vegna bruna í aðliggjandi húsnæði reyndist meira en virtist í fyrstu og ljóst að viðgerðir munu taka einhverjar vikur,“ segir í tilkynningu til íbúa Garðabæjar frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Heilsugæslan Garðabæ mun sökum þessa flytja tímabundið í annað húsnæði á næstu dögum. Unnið er að koma upp tímabundinni aðstöðu fyrir alla starfsemi Heilsugæslunnar Garðabæ á einum stað á meðan viðgerðir á Garðatorgi standa yfir.

Stöðin mun opna í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Þönglabakka 1 í Mjódd.

„Óvíst er á þessu stigi hversu lengi stöðin á Garðatorgi verður lokuð en umtalsvert tjón varð á fasteigninni, húsgögnum, tölvubúnaði og lækningatækjum sem þar voru. Ljóst er að vinna við þrif og endurnýjun mun taka einhverjar vikur að lágmarki,“ segir í tilkynningunni.

Fólk með bráð erindi er bent á að hringja í 1700 eða hafa samband í gegnum netspjall Heilsuveru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -