Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Heimilislausar konur krefja borgina um svör: „Við erum báðar mæður. Eigum við bara að deyja úti?“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maríanna Sigtryggsdóttir er heimilislaus kona í Reykjavík. Hún birti nýverið færslu á fésbókarsíðu sinni og krefst svara frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. „Mig langar að vita hvar mörkin liggja hjá Reykjavíkurborg um að það sé of kalt til að við séum úti,“ segir Maríanna í myndskeiðinu og skorar á starfsmenn borgarinnar til að svara. Því næst snýr konan, sem tekur upp myndskeiðið, myndavélinni að sér og Maríönnu og segist vilja vera með: „Ég er þriggja barna móðir, við erum báðar mæður. Eigum við bara að deyja úti?“

Á laugardaginn var hópi kvenna sigað út venju samkvæmt úr Konukoti, neyðarskýli á vegum borgarinnar fyrir heimilislausar konur. Skýlin eru opin frá klukkan fimm síðdegis til klukkan tíu að morgni. Í myndskeiðinu sem tekið er að morgni dags segir Maríanna að úti sé eins stigs frost og með vindkælingu viðlíka og sex stiga frost. Bæði Maríanna og konan sem tekur upp myndskeiðið taka fram að báðar hafi verið að koma undan veikindum og að núna taki við leitin að húsaskjóli næstu sjö klukkustundirnar, uns neyðarskýlið opni aftur.

„Þetta er ógeðslegt, það er skítfokking kalt. Þetta er ógeð,“ bætir Maríanna við og spyr að lokum: „Hvers konar mannúðarstefna er þetta eiginlega? Velferðarríkið Ísland, svona er það – Takk fyrir!“

Hér að neðan má sjá myndskeiðið:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -